Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   lau 29. október 2022 17:12
Sverrir Örn Einarsson
Sigurvin: Ég verð þjálfari eins og ég er
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson stýrði liði FH í örugga höfn að lokum eftir strembið tímabil þrátt fyrir ósigur gegn ÍA 1-2 í Kaplakrika í dag. FH sem var í fallsæti þegar deildinni var skipt fyrir mánuði síðan gerði það sem þurfti og hélt sér uppi þó þar hafi markatala ráðið úrslitum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 ÍA

„Úrslitakeppnin svo sem bjargaði okkur ekki. Við vissum fyrir mótið að það væru 27 umferðir en ekki 22. Jú við vorum í fallsæti eftir 22 umferðir en þá var mótið ekki búið. Ég fagna bara lengingu mótsins, það eru fleiri leikir og skemmtilegra.“

Það er þó nokkuð augljóst að lið FH var í vandræðum þetta sumarið og margar aðvörunarbjöllur að klingja í Kaplakrika. Hefur vinna við að laga það sem misfórst á þessu ári þegar hafist hjá Sigurvin og FH?

„Já hún er komin af stað þannig lagað í hausnum á okkur. Svo komum við þessu auðvitað inn í æfingarprógramm og á völlinn í framhaldinu. Við þurfum líka að sjá mannskapinn, hvernig hann mun raðast upp. Hverjir bætast við nýjir og hvort einhverjir segi þetta gott. En í grunninn er lærdómurinn sá að við tókumst á við þetta erfiða verkefni að vera í bullandi fallbaráttu sem er sárt og leiðinlegt en að sama skapi rosalega lærdómsríkt. Við þurfum að reyna að gleyma þessu tímabili þannig lagað en alls ekki gleyma lykilatriðunum og læra af þeim.“

Sigurvin hefur staðfest að hann verði áfram í Kaplakrika á næsta tímabili en eitthvað hefur verið rætt um hvaða hlutverki hann mun gegna. Hann sjálfur var nokkuð skýr hvað það varðar.

„Ég verð þjálfari eins og ég er, aðalþjálfari en hvernig þetta raðast allt saman upp og hverjir bætast fleiri í hópinn verður bara að koma í ljós. “

Sagði Sigurvin en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner