Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 29. október 2022 17:12
Sverrir Örn Einarsson
Sigurvin: Ég verð þjálfari eins og ég er
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurvin Ólafsson stýrði liði FH í örugga höfn að lokum eftir strembið tímabil þrátt fyrir ósigur gegn ÍA 1-2 í Kaplakrika í dag. FH sem var í fallsæti þegar deildinni var skipt fyrir mánuði síðan gerði það sem þurfti og hélt sér uppi þó þar hafi markatala ráðið úrslitum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 ÍA

„Úrslitakeppnin svo sem bjargaði okkur ekki. Við vissum fyrir mótið að það væru 27 umferðir en ekki 22. Jú við vorum í fallsæti eftir 22 umferðir en þá var mótið ekki búið. Ég fagna bara lengingu mótsins, það eru fleiri leikir og skemmtilegra.“

Það er þó nokkuð augljóst að lið FH var í vandræðum þetta sumarið og margar aðvörunarbjöllur að klingja í Kaplakrika. Hefur vinna við að laga það sem misfórst á þessu ári þegar hafist hjá Sigurvin og FH?

„Já hún er komin af stað þannig lagað í hausnum á okkur. Svo komum við þessu auðvitað inn í æfingarprógramm og á völlinn í framhaldinu. Við þurfum líka að sjá mannskapinn, hvernig hann mun raðast upp. Hverjir bætast við nýjir og hvort einhverjir segi þetta gott. En í grunninn er lærdómurinn sá að við tókumst á við þetta erfiða verkefni að vera í bullandi fallbaráttu sem er sárt og leiðinlegt en að sama skapi rosalega lærdómsríkt. Við þurfum að reyna að gleyma þessu tímabili þannig lagað en alls ekki gleyma lykilatriðunum og læra af þeim.“

Sigurvin hefur staðfest að hann verði áfram í Kaplakrika á næsta tímabili en eitthvað hefur verið rætt um hvaða hlutverki hann mun gegna. Hann sjálfur var nokkuð skýr hvað það varðar.

„Ég verð þjálfari eins og ég er, aðalþjálfari en hvernig þetta raðast allt saman upp og hverjir bætast fleiri í hópinn verður bara að koma í ljós. “

Sagði Sigurvin en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner