Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 29. október 2022 16:57
Sverrir Örn Einarsson
Steven Lennon: Það væri auðvelda afsökunin
Steven Lennon
Steven Lennon
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Fyrst af öllu við héldum okkur uppi sem er gott. Hvað mig persónulega þá er það ekkert leyndarmál að ég hef verið fjarri mínu besta. En svona er fótboltinn og þetta gerist á bestu bæjum. Þetta er bara eitthvað sem ég er að ganga í gegnum og verður vonandi ekki lengra en bara þetta ár.“ Sagði Steven Lennon leikmaður FH um tímabil sitt þetta árið en Lennon hefur verið ólíkur sjálfum sér ef miðað er við undanfarin tímabil með FH.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 ÍA

Hvað sem veldur hjá Lennon er hægt að ræða en fréttaritari spurði hann hvort hann hefði verið að glíma við einhver meiðsli á tímabilinu eða annað slíkt sem hafi aftrað honum?

„Það væri auðvelda afsökunin. Auðvitað eru smávægileg meiðsli hér og þar. Sjaldan er ein báran stök og því miður hefur það verið þannig hjá mér á þessu tímabili. En nú er tímabilinu lokið og ég ætla að fara í frí og njóta mín og koma vonandi til baka inn í næsta tímabil sem sá Steven Lennon sem fólk þekkir.“

Það er þó ekki bara Lennon sem hefur átt erfitt uppdráttar í sumar en FH liðið var í basli lengst af á tímabilinu og er í raun að halda sér í deildinni á markatölu. Staða sem er óásættanleg fyrir klúbb eins og FH með þann hóp sem þeir hafa úr að spila?

„Fótbolti er ekki leikinn á pappír og er ekki spilaður með nöfnum. Þú verður að vinna vinnuna á vellinum. Mörg þessi nöfn í liðinu eru eldri leikmenn í dag sem eru ekki upp á sitt besta og þá þurfa yngri leikmenn að stíga upp. Mér finnst upp á síðkastið í síðustu 5-6 leikjum að þeir hafi verið að gera það sem er jákvætt en margir af ungu strákunum þurfa að mun meira og ég er vissu um að á komandi árum munu þeir gera það.“
Athugasemdir
banner