Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
   lau 29. október 2022 16:57
Sverrir Örn Einarsson
Steven Lennon: Það væri auðvelda afsökunin
Steven Lennon
Steven Lennon
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Fyrst af öllu við héldum okkur uppi sem er gott. Hvað mig persónulega þá er það ekkert leyndarmál að ég hef verið fjarri mínu besta. En svona er fótboltinn og þetta gerist á bestu bæjum. Þetta er bara eitthvað sem ég er að ganga í gegnum og verður vonandi ekki lengra en bara þetta ár.“ Sagði Steven Lennon leikmaður FH um tímabil sitt þetta árið en Lennon hefur verið ólíkur sjálfum sér ef miðað er við undanfarin tímabil með FH.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 ÍA

Hvað sem veldur hjá Lennon er hægt að ræða en fréttaritari spurði hann hvort hann hefði verið að glíma við einhver meiðsli á tímabilinu eða annað slíkt sem hafi aftrað honum?

„Það væri auðvelda afsökunin. Auðvitað eru smávægileg meiðsli hér og þar. Sjaldan er ein báran stök og því miður hefur það verið þannig hjá mér á þessu tímabili. En nú er tímabilinu lokið og ég ætla að fara í frí og njóta mín og koma vonandi til baka inn í næsta tímabil sem sá Steven Lennon sem fólk þekkir.“

Það er þó ekki bara Lennon sem hefur átt erfitt uppdráttar í sumar en FH liðið var í basli lengst af á tímabilinu og er í raun að halda sér í deildinni á markatölu. Staða sem er óásættanleg fyrir klúbb eins og FH með þann hóp sem þeir hafa úr að spila?

„Fótbolti er ekki leikinn á pappír og er ekki spilaður með nöfnum. Þú verður að vinna vinnuna á vellinum. Mörg þessi nöfn í liðinu eru eldri leikmenn í dag sem eru ekki upp á sitt besta og þá þurfa yngri leikmenn að stíga upp. Mér finnst upp á síðkastið í síðustu 5-6 leikjum að þeir hafi verið að gera það sem er jákvætt en margir af ungu strákunum þurfa að mun meira og ég er vissu um að á komandi árum munu þeir gera það.“
Athugasemdir
banner
banner