Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
   lau 29. október 2022 16:57
Sverrir Örn Einarsson
Steven Lennon: Það væri auðvelda afsökunin
Steven Lennon
Steven Lennon
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Fyrst af öllu við héldum okkur uppi sem er gott. Hvað mig persónulega þá er það ekkert leyndarmál að ég hef verið fjarri mínu besta. En svona er fótboltinn og þetta gerist á bestu bæjum. Þetta er bara eitthvað sem ég er að ganga í gegnum og verður vonandi ekki lengra en bara þetta ár.“ Sagði Steven Lennon leikmaður FH um tímabil sitt þetta árið en Lennon hefur verið ólíkur sjálfum sér ef miðað er við undanfarin tímabil með FH.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 ÍA

Hvað sem veldur hjá Lennon er hægt að ræða en fréttaritari spurði hann hvort hann hefði verið að glíma við einhver meiðsli á tímabilinu eða annað slíkt sem hafi aftrað honum?

„Það væri auðvelda afsökunin. Auðvitað eru smávægileg meiðsli hér og þar. Sjaldan er ein báran stök og því miður hefur það verið þannig hjá mér á þessu tímabili. En nú er tímabilinu lokið og ég ætla að fara í frí og njóta mín og koma vonandi til baka inn í næsta tímabil sem sá Steven Lennon sem fólk þekkir.“

Það er þó ekki bara Lennon sem hefur átt erfitt uppdráttar í sumar en FH liðið var í basli lengst af á tímabilinu og er í raun að halda sér í deildinni á markatölu. Staða sem er óásættanleg fyrir klúbb eins og FH með þann hóp sem þeir hafa úr að spila?

„Fótbolti er ekki leikinn á pappír og er ekki spilaður með nöfnum. Þú verður að vinna vinnuna á vellinum. Mörg þessi nöfn í liðinu eru eldri leikmenn í dag sem eru ekki upp á sitt besta og þá þurfa yngri leikmenn að stíga upp. Mér finnst upp á síðkastið í síðustu 5-6 leikjum að þeir hafi verið að gera það sem er jákvætt en margir af ungu strákunum þurfa að mun meira og ég er vissu um að á komandi árum munu þeir gera það.“
Athugasemdir
banner
banner