Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. nóvember 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Barcelona samþykkja að lækka laun út tímabilið
Mynd: Getty Images
Leikmenn Barcelona hafa samþykkt að taka á sig launalækkun sem mun spara félaginu um 110 milljónir punda.

Spænska stórveldið er með stærsta launareikning í heiminum en Lionel Messi og liðsfélagar hans hafa samþykkt að lækka laun sín út yfirstandandi tímabil.

Þetta er auðvitað allt gert til þess að aðstoða félagið í kórónuveirufaraldrinum sem er enn í fullum gangi.

Fyrr á þessu ári, þegar Covid-19 skall fyrst á Evrópu, þá samþykktu leikmenn Barcelona að taka á sig 70 prósent launalækkun og hjálpuðu starfsfólki félagsins að fá áfram laun sín borguð.

Leikmenn Barcelona hafa samþykkt áframhaldandi launalækkun, en þeir verða í eldlínunni í dag þegar þeir taka á móti Osasuna í La Liga. Barcelona hefur farið mjög illa af stað í deildinni og er aðeins með 11 stig eftir átta leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner