Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   mið 29. nóvember 2023 12:30
Elvar Geir Magnússon
Neymar hættur með kærustunni - Eignuðust barn í síðasta mánuði
Neymar og Bruna Biancardi eignuðust dóttur sem hlaut nafnið Mavie.
Neymar og Bruna Biancardi eignuðust dóttur sem hlaut nafnið Mavie.
Mynd: Instagram
Brasilíski fótboltamaðurinn Neymar og áhrifavaldurinn Bruna Biancardi eru formlega hætt saman, aðeins mánuði eftir að þau eignuðust fyrsta barn sitt saman, dótturina Mavie.

Viðskilnaðurinn kemur í kjölfar frétta af því að Neymar hafi verið henni ótrúr.

Biancardi staðfestir það á Instagram síðu sinni að hún sé ekki lengur í sambandi en segist ekki ætla að tjá sig nánar um það.

Neymar, sem spilar fyrir Al Hilal í Sádi-Arbaíu, hefur verið sakaður um að hafa haldið framhjá Biancardi en fyrr á þessu ári birtust myndir af honum í gleðskap með tveimur mismunandi konum á spænskum næturklúbbi.

Þá birti brasilíska OnlyFans stjarnan Aline Farias skjáskot af samskiptum sínum við Neymar þar sem hann er að biðja hana um nektarmyndir.

Neymar og Biancardi byrjuðu saman 2021 en hann á son úr fyrra sambandi með brasilíska áhrifavaldinum Carolina Dantas.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner