Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. janúar 2023 17:04
Elvar Geir Magnússon
Byssukúla send til eiganda Sampdoria
Massimo Ferrera.
Massimo Ferrera.
Mynd: EPA
Hótunarbréf sem innihélt byssukúlu var sent í höfuðstöðvar ítalska félagsins Sampdoria í dag. Bréfið var stílað á eiganda félagsins, Massimo Ferrera, og fyrrum eiganda, Edoardo Garrone.

Lögreglan hefur hafið rannsókn. Ferrero var forseti Sampdoria en steig af stóli í lok ársins 2021 þegar hann var handtekinn vegna máls sem tengist ekki félaginu.

Hann er þó enn meirihlutaeigandi í félaginu og segja ítalskir fjölmiðlar að hann sé mótfallinn því að selja það, nema hann muni hagnast á því fjárhagslega.

Stuðningsmenn Sampdoria eru margir hverjir reiðir út í Garrone fyrir að hafa selt félagið í hendur Ferrero árið 2014.

Sampdoria er skuldum vafið og er í fallsæti í ítölsku A-deildinni. Flestir stuðningsmenn Sampdoria vonast til þess að félagið verði selt svo það geti fundið stöðugleika.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner
banner