Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mán 30. janúar 2023 09:29
Elvar Geir Magnússon
McKennie flýgur til Leeds í dag
Bandaríski landsliðsmaðurinn Weston McKennie, miðjumaður Juventus, flýgur til Leeds í dag og gengið frá skiptum hans yfir í enska úrvalsdeildarfélagið.

Breska ríkisútvarpið telur að McKennie, sem er 24 ára, muni fara til Leeds á láni en með klásúlu um möguleg kaup.

McKennie hefur spilað fimmtán leiki fyrir Juve í ítölsku A-deildinni, skorað eitt mark og átt eina stoðsendingu. Hann verður þriðji leikmaðurinn sem Leeds fær til sín í janúar, á eftir Max Wöber og Georginio Rutter.

Fleiri félög í ensku deildinni sýndu McKennie áhuga en hann valdi Leeds, þar sem landar hans Tyler Adams og Brenden Aaronson spila.

McKennie hefur leikið 41 landsleik fyrir Bandaríkin og byrjaði alla fjóra leiki liðsins á HM í Katar.

McKennie kom til Juventus á lánssamningi frá Schalke í Þýskalandi 2020.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner