Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 30. mars 2020 10:20
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Bítið 
Heimir Hallgríms um Víði Reynis: Það er bara til eitt svona eintak í heiminum
Víðir Reynisson og Heimir Hallgrímsson.
Víðir Reynisson og Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur fengið verðskuldað lof fyrir framgöngu sína nú þegar kórónaveirufaraldurinn geysar. Víðir hefur undanfarin ár starfað fyrir KSÍ en hann og Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari, eru góðir vinir.

„Það er bara til eitt svona eintak í heiminum. Farið þið vel með þennan mann, hann þarf líka á hvíldinni að halda þessi maður til þess að hann geti haldið áfram að standa sig eins vel. Hann kemur af þessum undursterka 1967 árgangi frá Vestmannaeyjum. Þetta eru sterk eintök," sagði Heimir í Bítinu á Bylgjunni og Stöð 2 en hann og Víðir eru jafnaldrar.

Heimir þjálfar Al-Arabi í Katar og segir að ástandið í landinu sé svipað og á Íslandi.

„Staðan hjá mér er eins og heima. Það eina er að við erum ekki með neinn Víði hérna en annars er hún bara ósköp svipuð," segir Heimir sem telur réttast að tímabilinu í Katar verði aflýst.

„Persónulega finnst mér það eina rétt að gera það en ef maður á að vera eigingjarn og hugsa um liðið sitt þá er þetta slæmt fyrir okkur því erum á góðri siglingu og komnir í undanúrslit í tveimur bikarkeppnum. Við erum að gera bestu hluti sem félagið hefur gert í tugi ára jafnvel. Ég held að það eina rétta sé að fresta þessu, leyfa þessu að líða hjá og sjá svo til," segir Heimir Hallgrímsson við Bítið.
Athugasemdir
banner
banner
banner