Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. mars 2020 09:30
Elvar Geir Magnússon
Pogba áfram hjá Man Utd vegna heimsfaraldursins?
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Manchester United telur líklegt að Paul Pogba fari ekkert í sumar en heimsfaraldurinn hefur breytt landslaginu á leikmannamarkaðnum.

Stöðugar fréttir hafa borist af því að Pogba vilji yfirgefa Old Trafford en hann hefur aðeins spilað átta leiki á þessu tímabili sökum meiðsla.

Ef United selur Pogba vill það fá yfir 100 milljónir punda fyrir hann en Real Madrid og Juventus eru félögin sem helst hafa verið nefnd. Ástandið í heiminum hefur hinsvegar mikil áhrif á áætlanir þessara félaga varðandi leikmannakaup.

Independent segir að Manchester United telji líklegast að Pogba verði áfram en fréttir frá Spáni segja að Real ætli ekki að kaupa neinn fyrr en ljóst sé hvaða fárhagsafleiðingar heimsfaraldurinn hefur.

Hjá Juventus hafa starfsmenn og leikmenn tekið á sig launalækkanir vegna ástandsins.

Sjá einnig:
Raiola: Pogba ætlar að ná Meistaradeildarsæti
Athugasemdir
banner
banner
banner