Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   fim 30. mars 2023 07:05
Elvar Geir Magnússon
Arsenal bjartsýnt á að fá Rice
Powerade
Declan Rice til Arsenal?
Declan Rice til Arsenal?
Mynd: Getty Images
Rasmus Höjlund er orðaður við Manchester United.
Rasmus Höjlund er orðaður við Manchester United.
Mynd: EPA
Gundogan.
Gundogan.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford.
Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin fer aftur í gang á laugardaginn. Rice, James, Muani, Höjlund, Vuskovic, Gundogan og Kvaratskhelia eru meðal manna í slúðurpakka dagsins.

Aukin bjartsýni ríkir hjá Arsenal um að geta fengið Declan Rice (24), miðjumann West Ham. Chelsea, Manchester City og Manchester United hafa líka áhuga á enska landsliðsmanninum. (Evening Standard)

Real Madrid hefur gert enska miðjumanninn Jude Bellingham (19) hjá Borussia Dortmund að forgangsatriði hjá sér. Spænsku risarnir hafa einnig áhuga á enska varnarmanninum Reece James (23) hjá Chelsea. (AS)

Manchester United fylgist með franska framherjanum Randal Kolo Muani (24) hjá Eintracht Frankfurt og danska sóknarmanninum Rasmus Höjlund (20) hjá Atalanta ef verðmiði Tottenham á Harry Kane (29) verður of hár. (Manchester Evening News)

United getur mögulega ekki fengið austurríska miðjumanninn Marcel Sabitzer (29) alfarið frá Bayern München þar sem nýi stjórinn Thomas Tuchel gæti ákveðið að halda honum. (Sun)

Þjóðverjinn Julian Nagelsmann (35) og Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino (51) eru opnir fyrir því að taka við stjórnartaumunum hjá Tottenham eftir að Antonio Conte lét af störfum. Báðir ætla þeir þó að bíða og sjá hvort starfið hjá Real Madrid losnar í sumar. (90min)

Luis Enrique (52), fyrrum landsliðsþjálfari Spánar, segir að hann vilji stýra liði í ensku úrvalsdeildinni sem getur gert 'mikilvæga hluti', eins og hann orðar það. (Cadena SER)

Þýski miðjumaðurinn Ilkay Gundogan (32) er tilbúinn að yfirgefa Manchester City og ganga í raðir Barcelona á frjálsri sölu eftir tímabilið. (Football Insider)

Barcelona vill fá Gundogan en félagið hefur þegar náð munnlegu samkomulagi við Inigo Martínez (31), spænska miðvörðinn hjá Athletic Bilbao. (ESPN)

Newcastle vill fá danska miðvörðinn Andreas Christensen (26) frá Barcelona. (Sport)

Eddie Howe, stjóri Newcastle, vill fá skoska miðjumanninn Scott McTominay (26) frá Manchester United. (Football Insider)

Barcelona reynir að fá brasilíska framherjann Vitor Roque (18) frá Athletico Paranaense en mun fá samkeppni frá Arsenal og Chelsea. (Sport)

Manchester City og Paris St-Germain hafa gert tilboð í króatíska varnarmanninn Luka Vuskovic (16) hjá Hajduk Split. (90min)

Spænski markvörðurinn David de Gea (32) hafnaði fyrsta tilboði Manchester United um nýjan samning. (Athletic)

Enski sóknarmaðurinn Marcus Rashford (25) segir þær fréttir að hann vilji 500 þúsund pund í vikulaun til að framlengja við Manchester United vera algjört kjaftæði. (Independent)

United ætlar að leggja aukinn kraft í viðræðurnar við Rashford, sem hefur átt frábært tímabil. (ESPN)

Georgíski vængmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia (22) færist nær því að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Napoli. (Footmercato)

Brighton vill fá japanska miðjumanninn Reo Hatate (25) frá Celtic. (Football Insider)

Brighton ætlar að bjóða írska sóknarmanninum Evan Ferguson (18) nýjan samning en önnur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt honum áhuga. (Football Insider)

Manchester City ætlar að setja 300 milljónir punda í að endurnýja Etihad leikvanginn, það á að stækka hann upp í 61 þúsund áhorfendur. (Mail)
Athugasemdir
banner