Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   mið 30. maí 2018 21:44
Egill Sigfússon
Ágúst Gylfason: Menn svöruðu kallinu hér í dag
Gústi Púst er kominn með Blikana í 8 liða úrslit
Gústi Púst er kominn með Blikana í 8 liða úrslit
Mynd: Raggi Óla
Breiðablik vann KR 1-0 í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks var ánægður með spilamennsku síns liðs eftir að hafa tapað síðasta leik gegn Val.

„Mér fannst við mjög ákafir í leiknum og spiluðum frábæran fótbolta og við svöruðum fyrir tapið gegn Val um daginn. Þetta var bara mikil skemmtun held ég."

Blikar stilttu upp 3 manna hafsentalínu í dag og Gústi sagði að þeir hefðu svarað kallinu vel.

Þeir svöruðu þessu kalli vel og mér fannst KR eiga erfitt með að ráða við það og við spiluðum frábærlega vel og nátturulega lykilatriði í þessu er að komast áfram sem við gerðum."

HInn ungi Kolbeinn Þórðarson og Eyjapeyjinn Arnór Gauti Ragnarsson byrjuðu inná í dag og Gústi var virkilega ánægður með þeirra leik í dag.

„Kolli var mjög öflugur í dag, góður á boltann og framtíðarleikmaður klárlega. Arnór Gauti gaf varnarmönnunum engan tíma til að hugsa og gerði það mjög vel."

Jonathan Hendrickx hneig niður á vellinum og fór með sjúkrabíl en hann var með fullri meðvitund og labbaði sjálfur út í bíl.

„Ég heyrði það í hátalarakerfinu að honum liði vel eftir atvikum og við fylgjumst bara vel með gangi mála."
Athugasemdir
banner
banner