Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   mið 30. maí 2018 21:44
Egill Sigfússon
Ágúst Gylfason: Menn svöruðu kallinu hér í dag
Gústi Púst er kominn með Blikana í 8 liða úrslit
Gústi Púst er kominn með Blikana í 8 liða úrslit
Mynd: Raggi Óla
Breiðablik vann KR 1-0 í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli í kvöld. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks var ánægður með spilamennsku síns liðs eftir að hafa tapað síðasta leik gegn Val.

„Mér fannst við mjög ákafir í leiknum og spiluðum frábæran fótbolta og við svöruðum fyrir tapið gegn Val um daginn. Þetta var bara mikil skemmtun held ég."

Blikar stilttu upp 3 manna hafsentalínu í dag og Gústi sagði að þeir hefðu svarað kallinu vel.

Þeir svöruðu þessu kalli vel og mér fannst KR eiga erfitt með að ráða við það og við spiluðum frábærlega vel og nátturulega lykilatriði í þessu er að komast áfram sem við gerðum."

HInn ungi Kolbeinn Þórðarson og Eyjapeyjinn Arnór Gauti Ragnarsson byrjuðu inná í dag og Gústi var virkilega ánægður með þeirra leik í dag.

„Kolli var mjög öflugur í dag, góður á boltann og framtíðarleikmaður klárlega. Arnór Gauti gaf varnarmönnunum engan tíma til að hugsa og gerði það mjög vel."

Jonathan Hendrickx hneig niður á vellinum og fór með sjúkrabíl en hann var með fullri meðvitund og labbaði sjálfur út í bíl.

„Ég heyrði það í hátalarakerfinu að honum liði vel eftir atvikum og við fylgjumst bara vel með gangi mála."
Athugasemdir
banner