Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 30. maí 2020 14:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Sandra María í tapliði á heimavelli
Sandra María í leik með Leverkusen.
Sandra María í leik með Leverkusen.
Mynd: Mirko Kappes
Sandra María Jessen var í byrjunarliði Bayer Leverkusen sem mætti Duisburg á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Úrvalsdeild kvenna í Þýskalandi er byrjuð að rúlla á nýjan leik eftir kórónuveirufaraldurinn.

Sandra María var í byrjunarliði Leverkusen, en hún og hennar liðsfélagar þurftu að sætta sig við tap á heimavelli í dag. Hin 21 árs gamla Nina Lange kom Duisburg yfir eftir fjórar mínútur og skoraði hún aftur þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik.

Leverkusen átti engin svör og endaði leikurinn með 2-0 sigri Duisburg, sem er í tíunda sæti af tólf liðum, sex stigum frá fallsæti. Leverkusen er í níunda sæti með einu stigi meira en Duisburg. Leverkusen hefur einnig leikið einum leik meira.

Sandra María, sem er uppalin hjá Þór/KA, segist líða vel í Þýskalandi og er í virðræðum um nýjan samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner