Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   þri 30. maí 2023 20:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Martial ekki með í úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
Það er grannaslagur þegar Manchester United og Manchester City mætast í úrslitum FA bikarsins á laugardaginn.

Leikurinn fer fram á Wembley klukkan 14.

Anthony Martial meiddist undir lok leiksins gegn Fulham í lokaumferðinni um helgina og nú er orðið ljóst að hann verður ekki leikfær fyrir úrslitaleikinn.

Hann kom inn á eftir rúmlega klukkutíma leik en meiddist undir lokin.

Hann fór í skoðun og er komið í ljós að um vöðvameiðsli aftan í læri er að ræða og hann mun ekki geta tekið þátt í úrslitaleiknum.


Athugasemdir
banner
banner