þri 30. júní 2020 08:45
Innkastið
Annað hvort eru reglur með boltakrakka eða ekki
Boltakrakkar fyrir leik í Pepsi Max-deildinni.
Boltakrakkar fyrir leik í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Annað hvort eru þetta reglur með boltakrakkana eða ekki. Tilmæli hljómar eins og dauðafæri til að misnota þetta," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu á Fótbolta.net í gær.

KSÍ gaf í gær út tilmæli til félaga þar sem lagt var til að þau verði ekki með boltakrakka á heimaleikjum á næstunni vegna kórónaveirunnar.

Víkingar voru með boltakrakka á sínum stað gegn FH í gærkvöldi og ungur boltastrákur, Jóel, átti stóran þátt í þriðja marki liðsins. Jóel var snöggur að láta Óttar Magnús Karlsson fá boltann og hann skoraði í autt markið úr aukaspyrnu.

Boltakrakkar hafa í gegnum tíðina ekki haft jafn mikil áhrif á leikinn og í Víkinni í gær. KSÍ vill hins vegar að boltakrakkar verði ekki á leikjum á næstunni vegna smithættu.

„Það er fyrst og fremst verið að gera þetta fyrir krakkana. Sumarfríin í skólunum eru af skornum skammti og enginn að fara erlendis. Það eru sjö stelpur úr 4. flokki Breiðabliks í sóttkví núna af því að þær voru boltasækjarar á Breiðablik-KR. Þetta er gert fyrir krakkana. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá fara þau ekki í sóttkví," sagði Gunnar Birgisson.

Í leik Fylkis og Gróttu í gærkvöldi og leik Breiðabliks og Fjölnis var boltum raðað upp í kringum völlinn og fullorðnir aðilar sáu um að passa upp á boltana.


Sjá einnig:
Boltastrákur lagði upp mark á Óttar Magnús
Arnar Gunnlaugs: Leggjum uppúr því að tala við boltastrákana
Hætta með boltakrakka í íslenska boltanum
Innkastið - Óttar og vafasamur boltakrakki stálu senunni
Athugasemdir
banner
banner
banner