banner
   þri 30. júní 2020 09:25
Anton Freyr Jónsson
Glugganum lokað í kvöld - Finnur Fylkir miðjumann?
Helgi Valur meiddist illa í gær.
Helgi Valur meiddist illa í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Á miðnætti í kvöld lokar félagaskiptaglugganum hér á Íslandi. Spennandi verður að sjá hvort einhver stór tíðindi detti inn áður en skellt verður í lás.

Glugginn verður svo lokaður í rúman mánuð. Sumarglugginn verður opinn frá 5. ágúst - 1. september.

Á skrifstofu Fylkis er í skoðun möguleiki á að fá miðjumann eftir að Helgi Valur Daníelsson meiddist illa í sigri gegn Gróttu í gær.

„Við erum að skoða að finna miðjumann í staðinn fyrir Helga Val, ef það kemur eitthvað gott upp," segir Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis.

Talsvert hefur verið rætt um það hvort HK sæki sér markvörð en talað er um að markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson verði lengi frá. Þetta var til umfjöllunar í Innkastinu sem tekið var upp í gærkvöldi.

Í þættinum var einnig rætt um hvort FH myndi gera tilboð í miðvörð en hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Innkastið - Óttar og vafasamur boltakrakki stálu senunni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner