Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 30. júní 2020 11:34
Magnús Már Einarsson
Pétur Viðars: Heppinn að það fór ekki verr
Pétur í leiknum í gær.
Pétur í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, vonast til að vera ekki lengi frá keppni en hann fór af velli í fyrri hálfleik í 4-1 tapinu gegn Víkingi R. í gær. Pétur fékk höfuðhögg eftir árekstur við Atla Hrafn Andrason og varð að fara af velli eftir hálftíma leik.

„Ég var heppinn að það fór ekki verr því að við vorum báðir á fullum hraða og hællinn eða fóturinn fór í mig. Þetta var mikið högg," sagði Pétur við Fótbolta.net í dag.

„Ég datt ekkert út og ég sá ekki tvöfalt. Ég var smá dasaður og það var smá ógleði og það var klárt að ég gat ekki haldið áfram. Ég ætla að hitta lækni í dag en það væri frábært ef ég get hvilt í nokkra daga og verð klár í næsta leik," sagði Pétur sem náði að klára að horfa á leikinn í sjónvarpinu í gær.

„Ég fór heim og kveikti á seinni hálfleiknum þegar ég kom heim. Ég kláraði leikinn þó að maður eigi að forðast síma og sjónvarp eftir svona. Ég gat ekki annað," sagði Pétur léttur.

Þar sem leikmenn Stjörnunnar eru í sóttkví þá hefur leik liðsins gegn FH um næstu helgi verið frestað. Næsti leikur FH er því gegn Breiðabliki miðvikudaginn 8. júlí.

Guðmann Þórisson er einnig fjarverandi eftir höfuðhögg og miðjumaðurinn Þórir Jóhann Helgason fór í vörnina þegar Pétur fór af velli í gær. FH var einnig með varnarmanninn unga Loga Hrafn Róbertsson í hópnum í gær.

„Það var vont að þurfa að setja miðjumann í miðvarðarstöðuna. Við vorum með 15 ára strák, sem að hefði ekki fengið leyfi til að vera boltastrákur hérna í kvöld, á bekknum sem að spilaði hafsent í síðasta leik en mér fannst ekki forsvaranlegt að setja hann inná í akkúrat þessum leik," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir leikinn í gær.
Óli Kristjáns: Eftir á í öllum aðgerðum
Athugasemdir
banner
banner
banner