Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júní 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Aðstoðardómari felldi leikmann í Copa Libertadores
Palmeiras hefur unnið Copa Libertadores tvö ár í röð.
Palmeiras hefur unnið Copa Libertadores tvö ár í röð.
Mynd: EPA

Útsláttarkeppni Copa Libertadores er í fullum gangi þessa dagana þar sem suður-amerísk félagslið berjast um einn af eftirsóttustu titlum heims.


Það átti skemmtilegt atvik sér stað í leik Cerro Porteno gegn Palmeiras í Paragvæ í gær en brasilíska stórveldið stóð uppi sem sigurvegari 0-3.

Umrætt atvik átti sér stað í byrjun leiks þegar Gustavo Scarpa, miðjumaður Palmeiras, fór að taka hornspyrnu.

Hann tók eftir að heimamönnum vantaði einbeitingu í vítateignum og vildi taka hornspyrnuna fljótt en mátti það ekki vegna þess að dómarinn var ekki búinn að flauta.

Scarpa áttaði sig ekki á því og ætlaði að taka hornspyrnuna en þá skarst aðstoðardómarinn í leikinn með að stíga fyrir boltann og fella þannig leikmanninn.


Athugasemdir
banner
banner