fim 30. júlí 2020 21:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Bikarmeistararnir slegnir úr leik
Áfram í bikar.
Áfram í bikar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildin á tvo fulltrúa í 8-liða úrslitum: Fram og ÍBV.
Lengjudeildin á tvo fulltrúa í 8-liða úrslitum: Fram og ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan lagði Víking að velli er liðin mættust í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Framarar eru einnig komnir áfram eftir sigur á Fylki í vítaspyrnukeppni.

Það var ekki liðin ein mínúta af leiknum á Víkingsvelli þegar fyrsta markið leit dagsins ljós. „Eins og þruma úr heiðskíru lofti. Víkingar værukærir í vörn strax í byrjun og Guðjón Pétur í færi. Meðan ég skrifaði um það barst boltinn til Emils sem skoraði," skrifaði Sverrir Örn Einarsson þegar Emil Atlason skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Stjörnuna.

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en Stjarnan leiddi að honum loknum. Eftir tæpar tíu mínútur í síðari hálfleik komst Stjarnan í 2-0 þegar Hilmar Árni Halldórsson með fínu skoti.

Víkingar minnkuðu muninn stuttu síðar þegar Nikolaj Hansen skoraði með bakfallsspyrnu. Frábært mark hjá Nikolaj sem kom Víkingum aftur inn í leikinn.

Heimamenn pressuðu og átti Ágúst Hlynsson skot í stöngina á 72. mínútu. Víkingar komust nálægt því að skora en á 87. mínútu fékk Nikolaj að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Einum fleiri héldu Víkingar þó áfram að pressa og í uppbótartímanum vildu þeir fá vítaspyrnu þegar boltinn skoppaði í hendi Eyjólfs Héðinssonar. Dómarinn mat það sem svo að ekkert væri að því.

Arnar Gunnlaugsson var brjálaður en stuttu síðar var flautað til leiksloka. Bikarmeistararnir eru úr leik og Stjarnan fer áfram.

Þórður Gunnar Hafþórsson kom Fylki yfir í Safamýri gegn Fram undir lok fyrri hálfleiks. Þórir Guðjónsson klúðraði vítapsyrnu fyrir Fram um miðjan seinni hálfleikinn, en Framarar voru svo einum fleiri síðustu 20 mínúturnar eða svo eftir að Arnór Borg Guðjohnsen fékk að líta sitt annað gula spjald. Framarar reyndu hvað þeir gátu en voru ekki að ná að skapa mörg færi. Á síðustu stundu kom svo markið.

„+4 Það er nefnilega það! 93:45 á klukkunni þegar Fred skorar með góðu skoti úr teignum. Þarna gerði hann það klassíska, var mættur á fjær þegar boltinn kom í teiginn," skrifaði Hafliði Breiðfjörð í beinni textalýsingu.

Ekkert var skorað í framlengingunni og því var farið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Fram betur, 4-3. Fylkismenn klúðruðu tveimur spyrnum og Fram einni.

Lengjudeildin á því tvo fulltrúa í 8-liða úrslitunum: ÍBV og Fram.

Það er einn leikur eftir í 8-liða úrslitunum; leikur Vals og ÍA sem átti að fara fram annað kvöld. Honum hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins og óljóst er hvenær hann verður spilaður.

Víkingur R. 1 - 2 Stjarnan
0-1 Emil Atlason ('1 )
0-2 Hilmar Árni Halldórsson ('54 )
1-2 Nikolaj Andreas Hansen ('57 )
Lestu nánar um leikinn

Fram 1 - 1 Fylkir
0-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('44 )
0-1 Þórir Guðjónsson ('65 , misnotað víti)
1-1 Frederico Bello Saraiva ('90 )
Rautt spjald: Arnór Borg Guðjohnsen, Fylkir ('72)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner