Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 30. júlí 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Matti Villa fékk hlýlegar móttökur á Lerkendal - „Táraðist næstum"
Matthías Vilhjálmsson í leik með FH
Matthías Vilhjálmsson í leik með FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, táraðist næstum því er hann gekk af velli í 4-1 tapinu gegn Rosenborg í Sambandsdeild Evrópu í gær.

Framherjinn frábæri spilaði með Rosenborg frá 2015 til 2019 en á þeim tíma vann hann norsku deildina fjórum sinnum og bikarinn þrisvar.

Hann var einn af bestu mönnum liðsins og gaf liðinu og stuðningsmönnum mikið og kom það því lítið á óvart er stuðningsmenn klöppuðu fyrir honum er Matti fór af velli á 83. mínútu í tapinu í gær.

„Ég er upp með mér yfir móttökunum sem ég fékk í gær. Ég táraðist næstum því. Til hamingju með að vera komnir áfram og það gleður mig að hafa kíkt í heimsókn," sagði hann á Twitter.




Athugasemdir
banner
banner
banner