Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. september 2019 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Inglese kom af bekknum og tryggði sigur
Scusa To non ho sentito.
Scusa To non ho sentito.
Mynd: Getty Images
Parma 3 - 2 Torino
1-0 Dejan Kulusevski ('2)
1-1 Cristian Ansaldi ('12)
1-2 Andrea Belotti ('43, víti)
2-2 Andreas Cornelius ('45)
3-2 Roberto Inglese ('88)
Rautt spjald: Bremer, Torino ('29)

Parma og Torino áttust við í síðasta leik helgarinnar í ítalska boltanum og úr varð mikil skemmtun.

Gervinho hefur verið meðal bestu manna Parma frá komu sinni til félagsins og lagði hann fyrsta mark leiksins upp í kvöld. Hann slapp innfyrir vörnina og renndi boltanum á Dejan Kulusevski sem skoraði auðvelt mark.

Tíu mínútum síðar var Cristian Ansaldi búinn að jafna fyrir gestina og ekki leið á löngu þar til varnarmaðurinn Bremer gerðist brotlegur innan vítateigs.

Bremer fékk sitt seinna gula spjald og var rekinn af velli og steig Gervinho á punktinn. Hann lét Salvatore Sirigu verja frá sér og staðan því enn jöfn en heimamenn manni fleiri.

Andrea Belotti kom tíu leikmönnum Torino yfir rétt fyrir leikhlé en Daninn stóri Andreas Cornelius jafnaði og staðan 2-2 í hálfleik.

Heimamenn voru við stjórn í síðari hálfleik og náði Roberto Inglese, sem kom inn af bekknum eftir skelfilega frammistöðu í síðustu umferð, að pota inn sigurmarki á 88. mínútu.

Liðin eru jöfn með níu stig eftir sex umferðir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner