Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   lau 30. september 2023 19:13
Brynjar Ingi Erluson
Gæti selt tilfinninguna fyrir margar milljónir - „Ekki viss um að Jürgen kvarti of mikið yfir þessum spjöldum“
James Maddison var hæstánægður eftir leik
James Maddison var hæstánægður eftir leik
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
James Maddison, leikmaður Tottenham Hotspur, var í sigurvímu eftir 2-1 sigurinn á Liverpool í Lundúnum í dag.

Maddison átti þátt í fyrra marki Tottenham í leiknum og átti mörg góð augnablik, en Tottenham var hálfri mínútu frá því að gera jafntefli gegn níu leikmönnum Liverpool áður en Joel Matip þrumaði boltanum í eigið net.

„Að gera þetta svona er erfiða og langa leiðin að þessu. Tilfinningin er mjög sjaldgæf, eins og þegar við unnum Sheffield United sagði ég að ég hefði ekki fundið þessa tilfinningu í mörg ár, en ef þú gætir sett þessa tilfinningu í flösku þá væri hægt að selja hana fyrir margar milljónir,“ sagði Maddison.

„Við erum ekkert sérstaklega hrifnir af því að gera þetta auðvelt er það nokkuð? Það er karakter og ég er stoltur af þeim.“

„Þetta var einn af þessum leikjum þar sem maður vonaðist til að þetta væri ekki einn af þessum leikjum og þá sérstaklega gegn níu leikmönnum. Við gáfum frá okkur ódýrt mark, en hvernig við héldum áfram fram að síðustu sekúndu, þar sem fólk andvarpaði og ég veit ekki hvað og hvað. Pedro kom sér í hættulegar stöður, kom boltanum fyrir og við keyrðum að endalínunni.“


Tottenham hefur ekkert sérstaklega æft það að spila gegn níu leikmönnum, en Maddison var klár á því að bæði rauðu spjöldin hafi verið réttmæt og segir að Jürgen Klopp geti ekki kvartað mikið yfir þeim.

„Maður æfir þetta ekki mikið. Þetta verður sennilega bara erfiðara ef eitthvað er. Liverpool er stórhættulegt í skyndisóknum og hugmyndafræði þeirra breytist ekki í 11 gegn 10. Við vitum að þeir eru sterkir 11 gegn 10.“

„Rauða spjaldið á Jota var klárt rautt. Þetta hjá Curtis Jones var sýnt á stóra skjánum og mér fannst það líka vera rautt spjald. Ég held að Jürgen kvarti ekki of mikið yfir þeim,“
Athugasemdir
banner
banner
banner