Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   lau 30. september 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Evrópubarátta og úrslitaleikur um sæti í Bestu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru fjórir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag þar sem mikil spenna er við völd og úrslitaleikur Lengjudeildar karla fer fram.

Fyrstu þrír leikir dagsins eru þó í efri hluta Bestu deildar kvenna, þar sem fjögur lið eru enn í baráttu um 2. sætið sem veitir þátttökurétt í Evrópu á næstu leiktíð.

Breiðablik er í öðru sæti sem stendur, með tveggja stiga forystu á Stjörnuna þegar tvær umferðir eru eftir. Blikar taka á móti FH í dag og færi sigur þar langleiðina með að tryggja Kópavogskonum sæti í Evrópu.

Þróttur R. og Þór/KA fylgja fast á eftir og eiga enn möguleika á öðru sætinu, þó þeir séu ekki miklir.

Að lokum er úrslitaleikur umspils Lengjudeildarinnar þar sem Vestri og Afturelding eigast við á Laugardalsvelli.

Afturelding var með gífurlega forystu og virtist ætla að rúlla yfir Lengjudeildina og tryggja sér titilinn snemma, en eftir mikið basl á lokakaflanum misstu Mosfellingar nágranna sína frá Akranesi framúr sér.

Það er mikið undir í svokallaða '50 milljón króna leiknum' og verður áhugavert að fylgjast með honum, þar sem Ísfirðingar reyna að koma sér upp í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1983.

Mosfellingar eru einnig hungraðir í sögulegt sæti í efstu deild.

Besta-deild kvenna - Efri hluti
14:00 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)
14:00 Þróttur R.-Valur (AVIS völlurinn)
15:00 Þór/KA-Stjarnan (VÍS völlurinn)

Lengjudeild karla - Umspil
16:00 Vestri-Afturelding (Laugardalsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner