Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
   mán 30. september 2024 23:11
Sölvi Haraldsson
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Jökull I Elísabetarson.
Jökull I Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér fannst við frábærir í dag eins og undanfarið. Mér fannst við stjórna þessum leik þó svo að þeirra leið til að stjórna er að sitja svolítið aftar. Mér fannst við komast í mikið af góðum stöðum og færum. Ég er virkilega ánægður með hópinn í dag.“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 3-0 sigur á ÍA í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 ÍA

Stjarnan gerði enga breytingu á liðinu frá seinasta leik gegn Völsurum en er það bara því Jökull var ánægður með hópinn í þeim leik?

Það er ekki oft þar sem við höldum sama byrjunarliðinu. Það var orkan í liðinu og hvernig menn voru. Við horfðum líka í það þannig að við værum að fara inn í svipaðan leik og síðast. Við vissum að Valsararnir myndu liggja til baka og Skagamennirnir hafa gert það. Við hugsuðum að það passaði vel að vera með eins lið.

Leið Jökli einhverntíman eins og Stjarnan væri að fara að tapa eftir að Stjarnan tók forystuna?

Mér leið mjög vel með þennan leik allan tíman og líka í 0-0. Þeir ógnuðu mest eftir klafs í hornum. Mér fannst við frábærir aftarlega, Gummi (Guðmundur Kristjánsson) og Siggi (Sigurður Gunnar Jónsson) voru frábærir. Aðrir í vörninni og Árni líka. Þeir fyrir framan þá líka og Hilmar átti frábæran leik.

Jón Hrafn kom mjög vel inn í þennan leik en Jökull er ánægður með hann og allt liðið.

Hann kom virkilega flottur inn og aðrir líka. Hann kom ferskur inn og við þurftum á því að halda. Virkilega ánægður með hópinn.

Komu Stjörnumenn inn í þennan leik sem einhverskonar úrslitaleik?

Við tölum aldrei um stöðuna í deildinni eða úrslitaleiki eða svoleiðis. Við tölum bara um hvernig við viljum spila, hvernig leikurinn gæti litið út og hvað við viljum gera, hvar við viljum bæta okkur frá því áður. Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt.

Nánar er rætt við Jökul í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner