Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 30. september 2024 23:11
Sölvi Haraldsson
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Jökull I Elísabetarson.
Jökull I Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér fannst við frábærir í dag eins og undanfarið. Mér fannst við stjórna þessum leik þó svo að þeirra leið til að stjórna er að sitja svolítið aftar. Mér fannst við komast í mikið af góðum stöðum og færum. Ég er virkilega ánægður með hópinn í dag.“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 3-0 sigur á ÍA í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 ÍA

Stjarnan gerði enga breytingu á liðinu frá seinasta leik gegn Völsurum en er það bara því Jökull var ánægður með hópinn í þeim leik?

Það er ekki oft þar sem við höldum sama byrjunarliðinu. Það var orkan í liðinu og hvernig menn voru. Við horfðum líka í það þannig að við værum að fara inn í svipaðan leik og síðast. Við vissum að Valsararnir myndu liggja til baka og Skagamennirnir hafa gert það. Við hugsuðum að það passaði vel að vera með eins lið.

Leið Jökli einhverntíman eins og Stjarnan væri að fara að tapa eftir að Stjarnan tók forystuna?

Mér leið mjög vel með þennan leik allan tíman og líka í 0-0. Þeir ógnuðu mest eftir klafs í hornum. Mér fannst við frábærir aftarlega, Gummi (Guðmundur Kristjánsson) og Siggi (Sigurður Gunnar Jónsson) voru frábærir. Aðrir í vörninni og Árni líka. Þeir fyrir framan þá líka og Hilmar átti frábæran leik.

Jón Hrafn kom mjög vel inn í þennan leik en Jökull er ánægður með hann og allt liðið.

Hann kom virkilega flottur inn og aðrir líka. Hann kom ferskur inn og við þurftum á því að halda. Virkilega ánægður með hópinn.

Komu Stjörnumenn inn í þennan leik sem einhverskonar úrslitaleik?

Við tölum aldrei um stöðuna í deildinni eða úrslitaleiki eða svoleiðis. Við tölum bara um hvernig við viljum spila, hvernig leikurinn gæti litið út og hvað við viljum gera, hvar við viljum bæta okkur frá því áður. Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt.

Nánar er rætt við Jökul í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner