Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   mán 30. september 2024 23:11
Sölvi Haraldsson
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Jökull I Elísabetarson.
Jökull I Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér fannst við frábærir í dag eins og undanfarið. Mér fannst við stjórna þessum leik þó svo að þeirra leið til að stjórna er að sitja svolítið aftar. Mér fannst við komast í mikið af góðum stöðum og færum. Ég er virkilega ánægður með hópinn í dag.“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 3-0 sigur á ÍA í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 ÍA

Stjarnan gerði enga breytingu á liðinu frá seinasta leik gegn Völsurum en er það bara því Jökull var ánægður með hópinn í þeim leik?

Það er ekki oft þar sem við höldum sama byrjunarliðinu. Það var orkan í liðinu og hvernig menn voru. Við horfðum líka í það þannig að við værum að fara inn í svipaðan leik og síðast. Við vissum að Valsararnir myndu liggja til baka og Skagamennirnir hafa gert það. Við hugsuðum að það passaði vel að vera með eins lið.

Leið Jökli einhverntíman eins og Stjarnan væri að fara að tapa eftir að Stjarnan tók forystuna?

Mér leið mjög vel með þennan leik allan tíman og líka í 0-0. Þeir ógnuðu mest eftir klafs í hornum. Mér fannst við frábærir aftarlega, Gummi (Guðmundur Kristjánsson) og Siggi (Sigurður Gunnar Jónsson) voru frábærir. Aðrir í vörninni og Árni líka. Þeir fyrir framan þá líka og Hilmar átti frábæran leik.

Jón Hrafn kom mjög vel inn í þennan leik en Jökull er ánægður með hann og allt liðið.

Hann kom virkilega flottur inn og aðrir líka. Hann kom ferskur inn og við þurftum á því að halda. Virkilega ánægður með hópinn.

Komu Stjörnumenn inn í þennan leik sem einhverskonar úrslitaleik?

Við tölum aldrei um stöðuna í deildinni eða úrslitaleiki eða svoleiðis. Við tölum bara um hvernig við viljum spila, hvernig leikurinn gæti litið út og hvað við viljum gera, hvar við viljum bæta okkur frá því áður. Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt.

Nánar er rætt við Jökul í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner