Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   mán 30. september 2024 23:11
Sölvi Haraldsson
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Jökull I Elísabetarson.
Jökull I Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér fannst við frábærir í dag eins og undanfarið. Mér fannst við stjórna þessum leik þó svo að þeirra leið til að stjórna er að sitja svolítið aftar. Mér fannst við komast í mikið af góðum stöðum og færum. Ég er virkilega ánægður með hópinn í dag.“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 3-0 sigur á ÍA í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 ÍA

Stjarnan gerði enga breytingu á liðinu frá seinasta leik gegn Völsurum en er það bara því Jökull var ánægður með hópinn í þeim leik?

Það er ekki oft þar sem við höldum sama byrjunarliðinu. Það var orkan í liðinu og hvernig menn voru. Við horfðum líka í það þannig að við værum að fara inn í svipaðan leik og síðast. Við vissum að Valsararnir myndu liggja til baka og Skagamennirnir hafa gert það. Við hugsuðum að það passaði vel að vera með eins lið.

Leið Jökli einhverntíman eins og Stjarnan væri að fara að tapa eftir að Stjarnan tók forystuna?

Mér leið mjög vel með þennan leik allan tíman og líka í 0-0. Þeir ógnuðu mest eftir klafs í hornum. Mér fannst við frábærir aftarlega, Gummi (Guðmundur Kristjánsson) og Siggi (Sigurður Gunnar Jónsson) voru frábærir. Aðrir í vörninni og Árni líka. Þeir fyrir framan þá líka og Hilmar átti frábæran leik.

Jón Hrafn kom mjög vel inn í þennan leik en Jökull er ánægður með hann og allt liðið.

Hann kom virkilega flottur inn og aðrir líka. Hann kom ferskur inn og við þurftum á því að halda. Virkilega ánægður með hópinn.

Komu Stjörnumenn inn í þennan leik sem einhverskonar úrslitaleik?

Við tölum aldrei um stöðuna í deildinni eða úrslitaleiki eða svoleiðis. Við tölum bara um hvernig við viljum spila, hvernig leikurinn gæti litið út og hvað við viljum gera, hvar við viljum bæta okkur frá því áður. Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt.

Nánar er rætt við Jökul í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner