Víkingur og Breiðablik leiðast hlið við hlið á toppi Bestu deildarinnar og það er svo sannarlega meistarabragur á báðum liðum.
Breiðablik vann FH í gær og Víkingur fylgdi því svo eftir með því að vinna endurkomusigur gegn Val um kvöldið. Víkingur vann 3-2 en Tarik Ibrahimagic, sem skoraði tvö mörk í leiknum, tryggði sigurinn með flautumarki í lokin.
Stuðningsmaður Víkings fékk sér svo Guinness til að fagna sigrinum og lét prenta mynd af Tarik og Kára Árnasyni á froðuna.
„VÁÁÁÁÁ!!! Daði Berg gefur boltann út í teiginn á Tarik sem setur boltann í fjær og tryggir Víkingum sigurinn,“ skrifaði Kári Snorrason í textalýsingu frá leiknum.
Víkingur birti skemmtilegt myndband af marki Tarik og þeim fögnuði sem braust út í kjölfarið.
Breiðablik vann FH í gær og Víkingur fylgdi því svo eftir með því að vinna endurkomusigur gegn Val um kvöldið. Víkingur vann 3-2 en Tarik Ibrahimagic, sem skoraði tvö mörk í leiknum, tryggði sigurinn með flautumarki í lokin.
Stuðningsmaður Víkings fékk sér svo Guinness til að fagna sigrinum og lét prenta mynd af Tarik og Kára Árnasyni á froðuna.
„VÁÁÁÁÁ!!! Daði Berg gefur boltann út í teiginn á Tarik sem setur boltann í fjær og tryggir Víkingum sigurinn,“ skrifaði Kári Snorrason í textalýsingu frá leiknum.
Víkingur birti skemmtilegt myndband af marki Tarik og þeim fögnuði sem braust út í kjölfarið.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 3 Víkingur R.
Tarik 2-3 og sturlaður fögnuður.
— Víkingur (@vikingurfc) September 29, 2024
Takk. ?? ???? pic.twitter.com/BpaQyacOlo
Ég segi það aftur! pic.twitter.com/1dDEOgij1z
— Dagur Frank (@DagurFagur69) September 29, 2024
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 25 | 17 | 5 | 3 | 64 - 27 | +37 | 56 |
2. Breiðablik | 25 | 17 | 5 | 3 | 58 - 30 | +28 | 56 |
3. Valur | 25 | 11 | 7 | 7 | 59 - 40 | +19 | 40 |
4. Stjarnan | 25 | 11 | 6 | 8 | 47 - 39 | +8 | 39 |
5. ÍA | 25 | 11 | 4 | 10 | 45 - 37 | +8 | 37 |
6. FH | 25 | 9 | 6 | 10 | 40 - 46 | -6 | 33 |
Athugasemdir