Sæti hollenska stjórans Erik ten Hag er sjóðandi heitt eftir að Manchester United tapaði þriðja deildarleik sínum á tímabilinu, en enski blaðamaðurinn Phil McNulty telur að það sé stutt í endalok hans hjá félaginu.
United fékk skell á heimavelli sínum, Old Trafford, gegn Tottenham í gær.
Tottenham sundurspilaði United-menn og vann sannfærandi 3-0 sigur.
Á þessu tímabili hefur United aðeins unnið tvo deildarleiki, gegn Fulham og Southampton, en tapað þremur gegn Brighton, Liverpool og Tottenham.
„Stóra spurningin, sem gnæfði yfir Old Trafford er það rigndi yfir þúsundir rauðra sæta sem stuðningsmenn yfirgáfu eftir að hafa staðið af aðdáun við bakið á sínum mönnum, var sú: Getur Ten Hag lifað þetta af? Og ef svo er, hversu lengi?“
„Þetta er stjóri sem virðist ekki vita hvað hann er að gera. Honum hefur áður tekist að stíga aftur frá þverhníptu klettabjargi, nú síðast í sumar, en hann er kominn aftur þangað. Ef það voru einhver merki um framfarir í varnarleik liðsins á þessu tímabili, þá voru þau ekki í augsýn á Old Trafford á sunnudag. Þetta virkaði eins og endalok, ef ekki núna, þá verður það líklega bráðlega,“ skrifaði McNulty á BBC.
Athugasemdir