Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   þri 30. september 2025 09:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sex öflugir samningslausir hjá Keflavík
Lengjudeildin
Frans Elvarsson er á meðal samningslausra leikmanna
Frans Elvarsson er á meðal samningslausra leikmanna
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kári Sigfússon átti flott tímabil.
Kári Sigfússon átti flott tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tryggði sér sæti í Bestu deildinni um liðna helgi með því að vinna HK örugglega í úrslitaleik umspilsins í Lengjudeildinni.

Sex leikmenn í stóru hlutverki í liðinu verða samningslausir á næstu vikum. Þar á meðal eru fyrirliðinn, Frans Elvarsson, og markahæsti leikmaðurinn, Kári Sigfússon.

Frans var spurður út í sína framtíð eftir leikinn gegn HK. „Ég bara þarf að hugsa málið. Ég hef haft það mottó að á meðan maður getur eitthvað, er ekki meiddur og hefur ennþá áhuga á þessu, þá reynir maður að halda sér í þessu eins lengi og maður getur - ef konan leyfir manni."

Tveir úr öftustu línu eru að verða samningslausir, það eru þeir Marin Brigic og Ásgeir Páll Magnússon. Ásgeir Páll var valinn í lið ársins fyrir frammistöðu sína. Króatinn Marin Mudrazija er ekki með skráðan samning og gera má ráð fyrir að einungis hafi verið samið við sóknarmanninn til eins árs.

Sá sjötti er svo heimamaðurinn Ari Steinn Guðmundsson. Varamarkmaðurinn Rúnar Gissurarson er með lausan samning en Keflavík mun væntanlega endurheimta Ásgeir Orra Magnússon úr meiðslum fyrir næsta tímabil.

Rúnar Ingi Eysteinsson, sem átti flott tímabil með Þrótti Vogum í 2. deild er einnig að verða samningslaus.

Reynsluboltinn Sindri Snær Magnússon er með áframhaldandi samning samkvæmt heimasíðu KSÍ. Sömu sögu er að segja af Muhamed Alghoul og Gunnlaugi Fannari Guðmundssyni. Axel Ingi Jóhannesson, Nacho Heras, Sindri Kristinn Ólafsson, Eiður Orri Ragnarsson, Stefan Alexander Ljubicic og Ernir Bjarnason eru einnig á meðal þeirra sem eru með áframhaldandi samninga.
Athugasemdir
banner