Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 30. nóvember 2019 13:38
Ívan Guðjón Baldursson
Per Mertesacker er aðstoðarþjálfari undir Ljungberg
Per Mertesacker, fyrrum fyrirliði Arsenal, mun starfa sem aðstoðarþjálfari félagsins og mun vera Freddie Ljungberg til aðstoðar.

Ljungberg, sem er goðsögn hjá Arsenal, var ráðinn sem bráðabirgðastjóri eftir að Unai Emery var látinn fara í gær.

Mertesacker verður því á hliðarlínunni er Arsenal heimsækir Norwich á morgun.

Ljungberg á erfið verkefni fyrir höndum sér þar sem Arsenal er átta stigum frá Meistaradeildarsæti eftir þrettán umferðir.


Athugasemdir