lau 30. nóvember 2019 21:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Ödegaard með flott mark - Sociedad í fjórða sæti
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Valencia hafði betur gegn Villarreal.
Valencia hafði betur gegn Villarreal.
Mynd: Getty Images
Norðmaðurinn Martin Ödegaard átti góðan leik þegar Real Sociedad vann gegn Eibar í spænsku úrvalsdeildinni.

Ödegaard, sem er í láni frá Real Madrid, lagði upp fyrsta markið og skoraði það fjórða og síðasta fyrir Sociedad. Mark hans var mjög flott og má sjá það hérna.

Sociedad vann leikinn 4-1 og er komið upp í fjórða sæti deildarinnar í að minnsta kosti rúman sólarhring. Sociedad er núna með einu stigi meira en Atletico Madrid, sem mætir Barcelona á morgun.

Real Betis kom sér upp í 12. sæti með öðrum sigri sínum í röð. Nabil Fekir var á skotskónum í 2-1 sigri Betis á Mallorca í dag.

Þá hafði Valencia betur gegn Villarreal í kvöld, 2-1. Ferran Torres skoraði sigurmarkið á 70. mínútu.

Valencia er núna í sjöunda sæti með 23 stig, þremur stigum minna en Sociedad. Á meðan er Villarreal í 13. sæti með 18 stig.

Mallorca 1 - 2 Betis
0-1 Joaquin ('7 , víti)
0-2 Nabil Fekir ('33 )
1-2 Lago Junior ('55 , víti)
Rautt spjald:Lumor, Mallorca ('90)

Real Sociedad 4 - 1 Eibar
1-0 Robin Le Normand ('25 )
1-1 Pape Diop ('35 )
2-1 Mikel Oyarzabal ('47 )
3-1 Willian Jose ('57 )
4-1 Martin Odegaard ('80 )

Valencia 2 - 1 Villarreal
1-0 Rodrigo Moreno ('49 )
1-1 Andre Zambo Anguissa ('54 )
2-1 Ferran Torres ('70 )

Önnur úrslit:
Spánn: Carvajal tryggði sigur gegn Alaves
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner