Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 30. nóvember 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Gagnrýnir að David Luiz hafi spilað áfram - „Fótboltinn þarf að vakna"
Luiz í leiknum í gær.
Luiz í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer, sérfræðingur á BBC og fyrrum framherji enska landsliðsins, skilur ekki af hverju David Luiz, varnarmaður Arsenal, hélt áfram leik eftir þungt höfuðhögg í leiknum gegn Wolves í gær.

Luiz lenti í samstuði við Raul Jimenez, framherja Wolves, en sá síðarnefndi höfuðkúpubrotnaði og þurfti að fara í aðgerð.

Atvikið átti sér stað snemma leiks en Luiz kláraði fyrri hálfleikinn með sárabindi á höfuðinu. Honum var síðan skipt út af í hálfleik.

Mikil umræða hefur verið um höfuðhögg í fótbolta og meðal annars er í undirbúningi að bæta við auka skiptingu ef leikmenn lenda í höfuðhöggi. Shearer er ósáttur við að Luiz hafi spilað áfram.

„Fótboltinn þarf að taka þetta af alvöru og vakna. Það þarf að taka þetta alvarlega núna, en ekki í næsta mánuði. Þetta hefur verið svona alltof lengi," sagði Shearer.
Athugasemdir
banner
banner
banner