Ásgeir Marteinsson samdi í dag við Þrótt Vogum um að spila með liðinu næstu tvö árin, en hann kemur frá Aftureldingu.
Ásgeir er 29 ára gamall og uppalinn í HK, þar sem hann hefur spilað mest allan sinn feril.
Hann stoppaði stutt við hjá Fram árið 2014 áður en hann tók þrjú tímabil með ÍA, en snéri síðan aftur í HK árið 2017.
Miðjumaðurinn spilaði með HK-ingum til 2022 áður en hann skipti yfir í Aftureldingu fyrir síðasta tímabil. Ásgeir var hluti af liði sem náði sögulegum árangri í Lengjudeildinni, en hann lék 20 leiki og skoraði 4 mörk.
Ásgeir ákvað að leita á önnur mið eftir þetta tímabil og hefur nú samið við Þrótt Vogum um að leika með liðinu næstu tvö tímabil eða til 2025.
Þróttarar höfnuðu í 4. sæti í 2. deildinni í sumar með 38 stig.
Athugasemdir