Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   fim 30. nóvember 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsta mark Galatasaray hefði ekki átt að standa
Ziyech skoraði úr tveimur aukaspyrnum.
Ziyech skoraði úr tveimur aukaspyrnum.
Mynd: EPA
Onana gerði dýrkeypt mistök.
Onana gerði dýrkeypt mistök.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Leikur Galatasaray og Manchester United í Meistaradeildinni var mikil skemmtun og urðu lokatölur leiksins 3-3.

Úrslitin eru ekki fyrir Manchester United sem þarf að sigra Bayern Munchen í lokaumferð riðlakeppninnar og á sama tíma að vonast eftir jafntefli í leik FCK og Galatasaray á Parken.

Andre Onana, markvörður Manchester United, hefur fengið mikla gagnrýni og á hann mikla sök í fyrstu tveimur mörkum tyrkneska liðsins.

X-reikningi beIN SPORTS vekur athygli á því að fyrsta mark Tyrkjanna hefði ekki átt að standa. Hakim Ziyech skoraði með aukaspyrnu í markmannshornið. Tveir leikenn Galatasaray stóðu við hlið fjögurra manna varnarveggs United.

Í færslu beIN SPORTS segir að ef þrír eða fleiri eru í varnarvegg þá þurfi leikmaður sóknarliðs að vera að lágmarki einn meter frá veggnum. Samkvæmt grafíkinni sem notast er við í fælrslunni þá var Mauro Icardi einungis 61 sentímetra frá enda varnarveggsins og því hefði markið ekki átt að standa.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum neðst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner