Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 30. nóvember 2023 15:38
Elvar Geir Magnússon
Ratcliffe vill að Man Utd leggi áherslu á að kaupa Breta
Sir Jim Ratcliffe.
Sir Jim Ratcliffe.
Mynd: Getty Images
Sir Jim Ratcliffe segist vilja að Manchester United taki upp þá stefnu að kaupa frekar breska leikmenn en að leita út fyrir landsteinana að styrkingu.

Ratcliffe mun taka stjórn á fótboltamálum United þegar hann hefur gengið frá kaupum á 25% hlut í félaginu.

Síðan Sir Alex Ferguson lét af störfum 2013 hefur United aðeins gert sjö kaup á breskum leikmönnum; Luke Shaw, Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka, Daniel James, Jadon Sancho, Mason Mount og Jonny Evans.

Sóknarmaðurinn Ivan Toney og varnarmaðurinn Marc Guehi eru meðal leikmanna sem United er sagt hafa áhuga á núna.

Margir telja að breski markaðurinn sé ofmetinn og mörg úrvalsdeildarfélög telja sig geta fengið betri leikmenn á lægri upphæðir utan frá.
Athugasemdir
banner
banner
banner