Sir Jim Ratcliffe segist vilja að Manchester United taki upp þá stefnu að kaupa frekar breska leikmenn en að leita út fyrir landsteinana að styrkingu.
Ratcliffe mun taka stjórn á fótboltamálum United þegar hann hefur gengið frá kaupum á 25% hlut í félaginu.
Ratcliffe mun taka stjórn á fótboltamálum United þegar hann hefur gengið frá kaupum á 25% hlut í félaginu.
Síðan Sir Alex Ferguson lét af störfum 2013 hefur United aðeins gert sjö kaup á breskum leikmönnum; Luke Shaw, Harry Maguire, Aaron Wan-Bissaka, Daniel James, Jadon Sancho, Mason Mount og Jonny Evans.
Sóknarmaðurinn Ivan Toney og varnarmaðurinn Marc Guehi eru meðal leikmanna sem United er sagt hafa áhuga á núna.
Margir telja að breski markaðurinn sé ofmetinn og mörg úrvalsdeildarfélög telja sig geta fengið betri leikmenn á lægri upphæðir utan frá.
Athugasemdir