Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 31. janúar 2023 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Everton bauð seint í Sarr - Ekkert gengið upp
Ismaila Sarr.
Ismaila Sarr.
Mynd: Getty Images
Það hefur ekkert gengið hjá Everton á gluggadeginum í dag. Félagið hefur reynt við marga leikmenn en það hefur en það hefur ekkert gengið upp.

Núna síðast gerði félagið tilboð í kantmanninn Ismaila Sarr. Tilboðið kom seint og ákvað Watford, sem er að berjast um að komast upp í ensku úrvalsdeildina, að hafna því um leið.

Everton bauðst til þess að borga 2 milljónir punda til þess að fá Sarr á láni út leiktíðina.

Það var innifalið í tilboðinu að Everton myndi svo borga 30 milljónir punda til þess að kaupa Sarr ef félagið heldur sér upp í ensku úrvalsdeildinni. Það er The Athletic sem greinir frá þessu.

Sean Dyche tók við Everton í gær og allt bendir til þess að hann þurfi áfram að vinna með sama hóp - engar breytingar.
Athugasemdir
banner
banner