Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 31. mars 2023 19:41
Elvar Geir Magnússon
Höddi Magg nefnir þrjá sem hann telur koma til greina sem landsliðsþjálfari
Icelandair
Freyr Alexandersson var aðstoðarþjálfari Erik Hamren hjá íslenska landsliðinu.
Freyr Alexandersson var aðstoðarþjálfari Erik Hamren hjá íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Magnússon íþróttalýsandi og fyrrum markahrókur var í fréttum RÚV og nefndi þar þrjá íslenska þjálfara sem hann telur að komi til greina í landsliðsþjálfarastarfið nú eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn.

Hörður hefur lýst landsleikjum Íslands á Viaplay.

„Ég ætla að byrja á Frey Alexanderssyni sem mér finnst koma sterklega til greina. Hann þekkir auðvitað innviðina og hefur verið aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar. Heimir er með Jamaíku og því ekki tilbúinn," segir Hörður en Freyr þjálfar í dag Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni.

Hörður nefnir einnig Rúnar Kristinsson þjálfara KR, sem hefur verið sterklega orðaður við stöðuna, og svo Heimi Guðjónsson þjálfara FH.

„Ég sé að Heimir er ekki á lista hjá neinum. Hann hefur unnið sjö landstitla. Hann hefur stýrt íslenskum liðum í Evrópukeppni í langflestum leikjum allra. Hann er með mikla reynslu af því að mæta erlendum liðum og er taktískt mjög sterkur. Rúnar hefur náð mjög góðum árangri heima fyrir, kannski ekki eins miklum í Evrópukeppnum. Þessir þrír og mögulega einhver erlendur þjálfari koma til greina."
Athugasemdir
banner