Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   sun 31. mars 2024 16:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Talar meira en hann skorar"
Maupay í pílukasti
Maupay í pílukasti
Mynd: Getty Images

Neal Maupay framherji Brentford er í miðju riflildi við pílukastarann Luke Littler á samfélagsmiðlinum X.


Brentford og Man Utd skildu jöfn í gær en Maupay setti inn mynd af Scott McTominay rífa í treyju Maupay og skrifaði: „Þessi aðdáandi vildi endilega frá treyjuna mína."

Littler er stuðningsmaður Man Utd en leiknum lauk með jafntefli þar sem Mason Mount kom United yfir eftir mikla yfirburði hjá Brentford en Kristoffer Ajer bjargaði stigi fyrir Brentford.

Littler svaraði Maupay og skrifaði: „Hann talar meira en hann skorar."

Þessu lauk ekki þar heldur setti Maupay inn stutt myndband af Littler og skrifaði: „Talandi um stóran fisk."


Athugasemdir
banner
banner