
„Ég er svekktur, við ætluðum að vinna leikinn og gengum þannig til leiks," sagði Lúðvík Gunnarsson þjálfari 2. deildarliðs Kára sem féll út úr Mjólkurbikarnum í kvöld eftir 3-4 tap gegn Víkingi Reykjavík í framlengdum leik.
Lestu um leikinn: Kári 3 - 4 Víkingur R.
Víkingar sem eru í Pepsi-deildinni byrjuðu á að komast yfir í leiknum en það efldi Kára liðið sem varð miklu betra á vellinum og svaraði með þremur mörkum.
„Við gerðum örlitla breytingu eftir tíu mínútur, skiptum tveimur leikmönnum um stöður og þá komst aðeins betra jafnvægi í það sem við vorum að gera. Það gekk svona líka vel og við náðum að róa okkur og halda boltanum betur. Svo skorum við þrjú mjög góð mörk og förum sáttir inn í hálfleikinn."
Víkingar komu svo sterkir út í seinni hálfleikinn og jöfnuðu metin fljótt.
„Ég hefði viljað halda aðeins lengur stöðunni 3-1 inn í seinni hálfleikinn og sjá hvernig þeir hefðu brugðist við því. Þeir voru orðnir pínu pirraðir í fyrri hálfleik en þeir náðu þessu marki sem gaf þeim smá kraft. Reynluleysi er hluti af þessu."
Nánar er rætt við Lúðvík í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir