Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 31. maí 2019 16:00
Arnar Daði Arnarsson
Davíð Smári spáir í 7. umferðina í Pepsi Max
Davíð Smári lengst til hægri.
Davíð Smári lengst til hægri.
Mynd: Kórdrengir
Blikarnir fá FH í heimsókn.
Blikarnir fá FH í heimsókn.
Mynd: Hulda Margrét
Fylkismenn fara í Kórinn.
Fylkismenn fara í Kórinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
7. umferðin í Pepsi Max-deildinni hefst á morgun með leik Grindavíkur og Víkings í Grindavík. Á sunnudaginn fara síðan fram fimm leikir.

Davíð Smári þjálfari Kórdrengjanna spáir í leiki 7. umferðarinnar en Vilhjálmur Freyr einn af þáttastjórnendum Steve Dagskrá spáði fjórum leikjum rétt í síðustu umferð.

Grindavík 1 - 2 Víkingur (14:00 á morgun)
Þessi leikur er snúin að spá um, en Grindvíkingar hafa verið sterkir heim að sækja og lagt að velli bæði Fylki og KR og sitja um miðja deild. Víkingur aftur á móti hafa spilað án heimavallar það sem af er móti og telur þetta allt. Þeir hafa samt sem áður spilað virkilega vel á köflum en verið „óheppnir”, þeim gengur vel að skora en ílla að verja mark sitt og ekki verður það auðvelt án Sölva. En sem uppalinn Víkingur ætla ég samt að vera frakkur og spá Viking sigri! Þeir eiga það einfaldlega skilið.

ÍBV 1 - 3 ÍA (16:00 á sunnudag)
Það er auðvelt að fara öruggu leiðina með þennan og skjóta á stóran sigur Skagamanna. Ég held að þeir vinni þennan leik auðveldlega en samt verður Hipolito ánægður með sína menn, það er öruggt.

KR 1 - 1 KA (16:00 á sunnudag)
Þetta verður áhugaverð rimma. Bæði lið á góðu róli með tvo sigra í röð. Ég held samt að KA menn komi í Frostaskjólið og virði punktin og sæki sitt fyrsta jafntefli í sumar.

Breiðablik 3 - 2 FH (17:00 á sunnudag)
Ég spái því að þetta verði leikur umferðarinnar. Tveir risar að mætast, mikið um tilfiningar og tengsl á milli þessara liða og ég ætla að leifa hjartanu að ráða þarna. Ég sjálfur þekki töluvert fleiri í Blikaliðinu og ég svík þá seint. Spái Blikum sigri í virkilega skemmtilegumn leik og það mun heldur betur muna um að hafa Gulla í marki Blika.

HK 0 - 2 Fylkir (19:15 á sunnudag)
Fylkir einfaldlega verður að vinna þennan. Það getur verið erfitt að gíra sig upp í að spila þarna inni, sérstaklega þegar sólin skín, en ég hef fulla trú á að Fylkismenn nái því. HK menn hljóta samt að mæta aðeins betur til leiks en í síðasta leik sem var algjört dissaster. Það er þó erfitt að kenna einu liði um þann leik. HK menn hafa sýnt okkur það að þeir geta náð smá krafti og stemmningu í sinn leik og ég vona virkilega að þetta verði þannig leikur.

Stjarnan 0 - 2 Valur (19:15 á sunnudag)
Nú er í raun hver leikur hálfgerður úrslitaleikur fyrir Val. Þetta hefur ekki litið vel út hjá þeim það sem af er sumri, nema á móti FH en þar var kraftur og góð spilamennska. Þeir virtust hættulegir í hverju einasta fasta leikatriði, en í kjölfarið fylgdi hörmulegur leikur á móti Breiðablik á Hlíðarenda.

Ég vil trúa því að Valur klári þetta. Föstu leikatriðin munu telja þar. Stjörnumenn virtust vera í brasi þar varnarlega í síðasta leik. Stjarnan hefur líka aðeins unnið tvö neðstu lið deildarinnar og Valur er ekki þar sem þeir eiga að vera á töflunni miðað við gæðin sem búa í liðinu.

Sjá einnig:
Gói Sportrönd (5 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Lucas Arnold (3 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Fanndís Friðriksdóttir (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner