Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 31. maí 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rose stoltur af Thuram: Skilaboðin komust til skila
Marcus Thuram minntist George Floyd.
Marcus Thuram minntist George Floyd.
Mynd: Getty Images
Frakkinn Marcus Thuram skoraði tvö marka Borussia Mönchengladbach þegar liðið vann 4-1 sigur á Union Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Eftir að hafa skorað fyrra markið sitt kraup Thuram á hné á vellinum til að heiðra minningu George Floyd sem var myrtur af lögreglumanni í Bandaríkjunum á dögunum. Málið hefur vakið óhug um allan heim og mikið hefur verið mótmælt í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins.

Marco Rose, þjálfari Gladbach, segist vera stoltur af leikmanni sínum. Marcus kom skilaboðum sínum til skila. Hann hefur sett fordæmi gegn kynþáttafordómum og það styðjum við öll," sagði Rose í fjölmiðlum eftir leikinn í dag.

Thuram var ekki eini leikmaðurinn í þýsku úrvalsdeildinni sem minntist Floyd í dag því það gerði Jadon Sancho einnig.

Sjá einnig:
Fyrsta þrenna Sancho súrsæt: Við erum sterkari saman
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner