Galatasaray tryggði sér sinn 23. tyrkneska meistaratitil og þann fyrsta síðan 2019 með 4-1 sigri gegn Ankaragucu í næstsíðustu umferð tyrknesku deildarinnar.
Mauro Icardi, fyrrum leikmaður Inter og PSG, skoraði tvö mörk í leiknum. Baris Alper Yilmaz og Sergio Oliveira skoruðu einnig.
Mauro Icardi, fyrrum leikmaður Inter og PSG, skoraði tvö mörk í leiknum. Baris Alper Yilmaz og Sergio Oliveira skoruðu einnig.
Icardi kom Galatasaray yfir eftir sjö mínútna leik en níu mínútum síðar jafnaði Milson fyrir andstæðingana. Icardi endurheimti forystuna rétt fyrir hálfleik. Yilmas skoraði á 73. mínútu og Oliveira innsiglaði sigurinn fimm mínútum síðar.
Sigurinn kom Galatasaray upp í 82 stig og liðið er fimm stigum á undan erkifjendum sínum í Istanbúl, Fenerbahce.
Athugasemdir