Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 31. maí 2023 15:25
Innkastið
„Þetta er stórhættulegur leikur og endar bara á einn veg“
Ragnar Sigurðsson hefur ekki náð að aðstoða Fram að bæta varnarleikinn.
Ragnar Sigurðsson hefur ekki náð að aðstoða Fram að bæta varnarleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eins og maður elskar þetta Framlið, það er alltaf gaman að horfa á leiki þeirra, þá væri maður farinn að bíða eftir þroskaðri frammistöðu frá þeim ef maður væri stuðningsmaður," segir Valur Gunnarsson í Innkastinu þegar rætt er um lélegan varnarleik Fram.

Fram tapaði 4-2 fyrir KA í síðustu umferð og hefur liðið alls fengið á sig 22 mörk í níu leikjum í Bestu deildinni.

„Þetta er stórhættulegur leikur og endar bara á einn veg. Lið sem fær á sig 22 mörk í 9 leikjum og heldur svona áfram fer niður. Þeir gætu orðið skemmtilegasta lið sem hefur fallið," segir Tómas Þór Þórðarson.

Í þættinum er rætt um að ráðningin á Ragnari Sigurðssyni sem aðstoðarþjálfara hafi ekki skilað því sem vonast var eftir. Ragnar er einn besti varnarmaður í sögu íslenska landsliðsins en hefur ekki náð að aðstoða í að binda saman varnarleik Fram.

Í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun með Valtý Birni er einnig rætt um innkomu Ragnars í teymið.

„Liðið virðist ekki læra. Það má gagnrýna helling í fari Framara núna og þeir verða að átta sig á því að þetta er að fara illa fyrir þá. Það væri gaman að sjá Framara þétta sig, ég sé enga breytingu á Framliðinu milli ára þrátt fyrir að hafa tekið inn Ragnar Sigurðsson sem aðstoðarþjálfara. Mér finnst liðið slakara ef eitthvað er," segir Kristinn Hjartarson, álitsgjafi þáttarins.

„Mér finnst það líka. Það er ekkert lið sem hefur fengið á sig eins mörg mörk," segir Valtýr Björn Valtýsson.

„Við þurfum klárlega að bæta úr varnarleiknum. Því að það er alltaf erfitt að ná árangri þegar þú þarft að skora mörg mörk." sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, eftir tapið á Akureyri.
Innkastið - Veðravíti og Víkingstap
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner