Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 31. júlí 2021 06:00
Victor Pálsson
Chiellini ætlar að spila með Juventus
Giorgio Chiellini hefur staðfest það að hann muni spila með Juventus á næstu leiktíð en hann er samningslaus þessa stundina.

Chiellini hefur ekki framlengt samning sinn við Juventus en allar líkur voru þó á því að það myndi gerast á endanum.

Chiellini vill lyfta fleiri titlum með Juventus en hann er 36 ára gamall og vann EM með Ítalíu í sumar.

Varnarmaðurinn er í fríi þessa stundina en mætir aftur til æfinga strax eftir helgi.

„Ég þarf nokkra daga í viðbót til að jafna mig eftir brjálæðið í síðasta mánuði," sagði Chiellini.

„Á mánudaginn þá mæti ég aftur til Túrin og fer glaður af stað á ný."

Samtals hefur Chiellini spilað 535 leiki fyrir Juventus á ferlinum.
Athugasemdir
banner