Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
banner
   mið 31. júlí 2024 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Katie Cousins: Skrítið að spila á móti honum
Hetja Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki
Kvenaboltinn
Katie fagnar marki sínu í kvöld.
Katie fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var hetja Vals.
Var hetja Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við berum virðingu fyrir þeim og við vorum klárar. Við vissum að ef við myndum spila góðan fótbolta, þá yrði þetta góður leikur. Ég er hæstánægð með sigurinn," sagði Katie Cousins, hetja Vals í sigrinum á Breiðabliki, við Fótbolta.net í kvöld.

Um var að ræða algjöran toppslag en Valur vann 1-0 og er núna með þriggja stiga forskot á toppnum. Katie gerði sigurmarkið í leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, en þetta var ekki úrslitaleikur. Við vorum tilbúnar þar sem við höfðum æft vel. Við vorum spenntar."

Um markið sitt sagði hún: „Ég var galopin og um leið og ég fékk boltann, þá reyndi ég bara að setja hann á markið. Sem betur fór hann inn. Ég var bara búin að skora eitt mark á tímabilinu fyrir þennan leik. Ég hef reynt og það var gott að sjá hann fara inn."

Katie er á sínu þriðja tímabili á Íslandi en hún lék með Þrótti 2021 og í fyrra. Hún er núna hjá Íslandsmeisturum Vals og líður vel þar. Hún bjóst ekki við því að vera svona lengi á Íslandi eftir að hún kom hingað fyrst, en það atvikaðist þannig og hún er ánægð með ákvörðun sína.

„Þetta var svolítil breyting. Þetta var erfið ákvörðun fyrir mig en ég er mjög ánægð með hana. Þetta hefur verið mjög gaman hingað til. Stelpurnar hafa tekið svo vel á móti mér og þýtt allt fyrir mig. Þetta hefur verið gott."

„Ég er núna á þriðja ári hérna og ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég bjóst aldrei við að koma aftur eftir hin tímabilin. Ég tek þetta ár fyrir ár," segir Katie en hún spilaði í dag gegn gamla þjálfaranum sínum, Nik Chamberlain. Þjálfaranum sem fékk hana til Íslands 2021 og svo aftur í fyrra.

„Ég spilaði í tvö ár fyrir hann og það er skrítið að spila á móti honum. En á sama tíma er ég þakklát."

Katie er spennt fyrir næstum mánuðum í Val en hægt er að sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner