Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   mið 31. júlí 2024 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hlíðarenda
Katie Cousins: Skrítið að spila á móti honum
Hetja Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki
Kvenaboltinn
Katie fagnar marki sínu í kvöld.
Katie fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Var hetja Vals.
Var hetja Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við berum virðingu fyrir þeim og við vorum klárar. Við vissum að ef við myndum spila góðan fótbolta, þá yrði þetta góður leikur. Ég er hæstánægð með sigurinn," sagði Katie Cousins, hetja Vals í sigrinum á Breiðabliki, við Fótbolta.net í kvöld.

Um var að ræða algjöran toppslag en Valur vann 1-0 og er núna með þriggja stiga forskot á toppnum. Katie gerði sigurmarkið í leiknum.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  0 Breiðablik

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur, en þetta var ekki úrslitaleikur. Við vorum tilbúnar þar sem við höfðum æft vel. Við vorum spenntar."

Um markið sitt sagði hún: „Ég var galopin og um leið og ég fékk boltann, þá reyndi ég bara að setja hann á markið. Sem betur fór hann inn. Ég var bara búin að skora eitt mark á tímabilinu fyrir þennan leik. Ég hef reynt og það var gott að sjá hann fara inn."

Katie er á sínu þriðja tímabili á Íslandi en hún lék með Þrótti 2021 og í fyrra. Hún er núna hjá Íslandsmeisturum Vals og líður vel þar. Hún bjóst ekki við því að vera svona lengi á Íslandi eftir að hún kom hingað fyrst, en það atvikaðist þannig og hún er ánægð með ákvörðun sína.

„Þetta var svolítil breyting. Þetta var erfið ákvörðun fyrir mig en ég er mjög ánægð með hana. Þetta hefur verið mjög gaman hingað til. Stelpurnar hafa tekið svo vel á móti mér og þýtt allt fyrir mig. Þetta hefur verið gott."

„Ég er núna á þriðja ári hérna og ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég bjóst aldrei við að koma aftur eftir hin tímabilin. Ég tek þetta ár fyrir ár," segir Katie en hún spilaði í dag gegn gamla þjálfaranum sínum, Nik Chamberlain. Þjálfaranum sem fékk hana til Íslands 2021 og svo aftur í fyrra.

„Ég spilaði í tvö ár fyrir hann og það er skrítið að spila á móti honum. En á sama tíma er ég þakklát."

Katie er spennt fyrir næstum mánuðum í Val en hægt er að sjá viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir