Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 31. október 2014 13:04
Magnús Már Einarsson
„Pepsi-deildin er ekki áhugamennska lengur"
Eyjamenn enduðu í 10. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.
Eyjamenn enduðu í 10. sæti í Pepsi-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Brynjar Gauti er á förum frá ÍBV.
Brynjar Gauti er á förum frá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
,,Pepsi-deildin er ekki áhugamennska lengur. Þetta er orðin hálf atvinnumennska," segir Hannes Gústafsson varaformaður knattspyrnudeildar ÍBV. Hannes segir að það sé þungur rekstur að halda úti liði í Pepsi-deildinni, sérstaklega á landsbyggðinni.

,,Mér finst vera orðinn óheyrilegur kostnaður fyrir félögin að standa í þessu," bætir Hannes við.

,,Þetta eru miklir peningar og laun leikmanna á Íslandi eru að hækka. Fyrir lítil félög eins og ÍBV sem eru ekki með marga styrktaraðila er erfitt að vera með í slagnum um leikmenn. Það kostar orðið töluvert að vera í Pepsi-deildinni. Ef menn ætla að hanga þar og reyna að gera eitthvað þá kostar þetta helling af pening."

Ferðakostnaðurinn erfiður
Hannes bendir á að ofan á almennan rekstur hjá félagi í Pepsi-deildinni bætist við ferðakostnaður í leiki hjá ÍBV.

,,Það er orðið mjög dýrt fyrir okkur að halda liði úti. Við þurfum að ferðast í leiki og fara í Herjólf eða í flug á meðan leikmenn á höfuðborgarsvæðinu geta keyrt stuttan spöl í leiki. Öll liðin eru á Faxaflóasvæðinu í dag. Víkingur Ólafsvík fór upp og Þór hefur verið uppi en annars er ÍBV eina liðið fyrir utan stór höfuðborgarsvæðið sem hefur verið uppi í einhvern tíma."

Leikmenn gista ekki í Herjólfsdal
Eyjamenn hafa oft nefnt að erfitt sé að berjast við önnur félög um leikmenn. Hannes segir að Eyjamenn hjálpi leikmönnum eins og þeir geti ef þeir kjósa að spila í Eyjum.

,,Við þurfum að skaffa þessum leikmönnum húsnæði. Þeir eru að koma til Vestmannaeyja og auðvitað þurfa þeir að búa einhversstaðar. Þeir eru ekki í tjaldi einhversstaðar inn í Herjólfsdal þó að hreinlætis aðstaðan sé góð þar. Við getum ekki boðið leikmönnum upp á það að gista á tjaldsvæðinu þar," sagði Hannes léttur í bragði.

Menn eiga ekki að hanga heima í Football Manager
Brynjar Gauti Guðjónsson og Atli Fannar Jónsson eru á förum frá Eyjamönnum en Hannes segir að verið sé að skoða mögulegan liðsstyrk. Hannes segir að aðstaðan fyrir leikmenn sé góð í Eyjum.

,,Við hjálpum leikmönnum að finna húsnæði og tökum þátt í þeim kostnaði. Það er inn í samningum leikmanna. Við höfum líka alltaf hjálpað leikmönnum sem koma til Eyja að fá vinnu svo þeir hafi eitthvað fyrir stafni. Það fer í taugarnar á mörgum hérna að leikmenn skuli hanga hjá sér í tölvunni í Football Manager og gera ekki rassgat. Það virkar ekki þannig í Eyjum. Við erum sjávarútvegs þjóðfélag og viljum að menn hunskist í vinnu."

,,Það er frábær aðstaða í Vestmannaeyjum og hún er ein sú besta á landinu til knattspyrnuiðkunnar. Strákarnir hafa aðgang að þreksal, sundlaug, geta æft inn í höllinni eftir að hún kom og það er alltaf hægt að æfa á grasi á Helgafellsvelli nema yfir háveturinn."

,,Fyrir ungan leikmann er ævintýri að koma til Vestmannaeyja. Hann getur æft og komið sér í stand og unnið fyrir sínu. Hann getur stoltur fengið útborgað og það er bara gaman. Það er skárra en að hanga á Reykjavíkursvæðinu í tölvunni, bíllaus,vitlaus og komast ekki neitt,"
sagði Hannes ákveðinn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner