Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. júlí 2011 12:46
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Vålerenga 
Veigar Páll Gunnarsson til Vålerenga (Staðfest)
Byrjar líklega gegn Liverpool
Veigar Páll skrifar undir samninginn.
Veigar Páll skrifar undir samninginn.
Mynd: Vefur Vålerenga
Veigar Páll Gunnarsson er genginn til liðs við norska félagið Vålerenga en þetta var staðfest á vef félagsins nú í morgun. Hann semur við félagið til ársins 2014 og kemur frá Stabæk.

,,Við erum mjög ánægðir með að fá þessi félagaskipti í gegn," sagði Truls Haakonsen íþróttastjóri Vålerenga á vef félagsisn í dag.

,,Við höfum átt erfitt uppdráttar fram á við á þessu tímabili og vonumst itl þess að Veigar geti hjálpað okkur með það. Hann er leikmaður sem við þekkjum vel og er með frábæra tölfræði hvað varðar mörk og stoðsendingar."

,,Veigar er leikmaður sem öll norsk félög, þjálfarar og stjórnendur þekkja mjög vel. Hann hefur átt góða leiktíð til þessa með sjö mörk og fjórar stoðsendingar í fyrstu 15 leikjunum. Hann hefur trú á að hann geti komið og gert hlutina rétt."

Veigar Páll er 31 árs gamall. Hann hóf feril sinn hjá Stjörnunni en fór þaðan til Strömgodset í Noregi árið 2001 en árið eftir fór hann í KR þar sem hann var þar til hann fór til Stabæk þar sem hann var frá 2004-2008 og skoraði 60 mörk í 135 leikjum. Þaðan fór hann til Nancy í Frakklandi þar sem hann átti erfitt uppdráttar og sneri aftur til Stabæk.

Hann mun líklega leika sinn fyrsta leik á mánudaginn þegar liðið mætir Liverpool í æfingaleik.
banner
banner
banner