Sex úrvalsdeildarfélög vilja liðsfélaga Hákonar - Ekitike eftirsóttur af Arsenal, Liverpool, Man Utd og Newcastle
   mið 24. október 2007 09:45
Þórður Már Sigfússon
Heimild: Nettavisen 
Vaxandi óánægja með störf Eyjólfs innan landsliðshópsins
Þrír atvinnumenn í Noregi vilja hann burt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Svo virðist sem að þolinmæði íslenskra landsliðsmanna gagnvart landsliðsþjálfaranum, Eyjólfi Sverrissyni, sé á þrotum en þrír þeirra tjáðu norskum fjölmiðlum í gær að tími væri kominn á að annar tæki við stjórnartaumunum.

Indriði Sigurðsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Ólafur Örn Bjarnason eru harðorðir í garð Eyjólfs og segja tíma hans liðinn í samtali við netmiðilinn, Nettavisen.

,,Ég veit að margir af leikmönnunum vilja fá útlenskan þjálfara sem getur séð hlutina með hlutlausum augum,” sagði Indriði Sigurðsson og bætti við.

,,Allir leikmennirnir eru sammála um að árangurinn hefur ekki verið nægilega góður.”

Gunnar Heiðar tekur í sama streng og kennir stjórnleysi um tapið margfræga gegn Liechtenstein á dögunum.

,,Við eigum að vinna lið eins og Liechtenstein en vandamálið var að sumir leikmennirnir voru ráðþrota í leiknum því þeir voru ekki nægilega vel undirbúnir,” sagði Gunnar Heiðar.

,,Þegar við töpum 0-3 fyrir Liechtenstein þá er þjálfarinn kominn í þrot, úrslitin segja alla söguna. Það búa einungis um 300 þúsund manns á Íslandi en við eigum marga frambærilega knattspyrnumenn og við höfum fulla trú á því að við getum eignast gott landslið.”

Varnarmaðurinn Ólafur Örn hefur ekki verið fastamaður í landsliðinu upp á síðkastið og vill fá mann með reynslu til þess að taka við af Eyjólfi.

,,Það er erfitt fyrir mig að tjá mig um þetta vegna þess að ég er ýmist inni eða út úr liðinu. Síðustu tveir leikirnir voru hörmulegir og það lítur út fyrir að Eyjólfur sé ekki rétti maðurinn í starfið.”

,,Við höfum leikið illa í rúm tvö ár þannig að kannski er tími til kominn að hugsa sinn gang. Það getur breytt miklu ef við fáum reynslumikinn þjálfara.”

Árni Gautur er sá eini af fjórmenningunum sem heldur uppi vörnum fyrir Eyjólf og vill ekki skella allri skuldinni á hann.

,,Þrátt fyrir að ég sé mjög ósáttur við úrslitin í síðustu leikjunum þá er ég ekki óánægður með þjálfarann. Það á ekki að skella allri skuldinni á hann. Þess í stað liggur ábyrgðin hjá leikmönnunum,” sagði Árni Gautur.

Íslenska landsliðið hefur leikið afspyrnuilla undir stjórn Eyjólfs og hefur árangurinn í undankeppni EM verið mjög slakur og svo virðist sem að landsliðsmennirnir séu búnir að fá nóg.
Athugasemdir
banner
banner