Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 02. maí 2008 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net í Landsbankadeild karla - 9. sæti
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að HK verði í 9. sæti Landsbankadeildarinnar í sumar. Sextán sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. HK fékk 50 stig út úr þessu.



Sérfræðingarnir sem spáðu eru:
Atli Eðvaldsson fyrrverandi landsliðsþjálfari,  Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á DV, Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar, Guðlaugur Baldursson þjálfari ÍR,  Henry Birgir Gunnarsson blaðamaður á Fréttablaðinu, Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, Jesper Tollefsen þjálfari Víkings,  Luka Kostic þjálfari U21 árs landsliðsins, Magni Fannberg þjálfari Fjarðabyggðar, Magnús Gylfason aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins, Margrét Lára Viðarsdóttir Íþróttamaður ársins 2007, Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands, Pétur Pétursson aðstoðarlandsliðsþjálfari,  Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður á RÚV, Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu, Þorlákur Árnason yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar.

Hvað segir Guðlaugur?
Guðlaugur Baldursson er sérstakur álitsgjafi okkar um Landsbankadeild karla. Guðlaugur er þjálfari ÍR sem leikur í 2. deildinni og gerði liðið að Reykjavíkurmeisturum fyrr í vetur. Hann hefur áður þjálfað ÍBV í Landsbankadeildinni.

Hér að neðan má sjá álit Guðlaugs á HK.

Um HK:
HK liðinu var nú ekki spáð góðu gengi í fyrra en þeir afsönnuðu það og stóðu sig vel í deildinni. Þá geta menn haldið áfram og haldið því fram að annað árið sé alltaf erfiðara en það fyrsta. Ég held að HK verði ekki í miklum vandræðum og tel að þeir verði um miðja deild. Þeir hafa verið heppnir með útlendinga og hafa greinilega vandað sig í þeim efnum því þessir leikmenn virðast passa mjög vel við það sem HK er að gera. Ég held að HK eigi eftir að koma sterkir inn í sumarið.

Styrkleikar:
Styrkur þeirra er að það er mikil samheldni og gríðarlega gott leik og liðsskipulag. Þeir hafa byggt liðið sitt upp á traustum varnarleik og sótt þegar tækifæri gefast.

Veikleikinn: er eins og hjá svo mörgum öðrum liðum í deildinni að breiddin er ekki mikil þegar litið er til þess að halda út heilt mót. Auðvitað er það svo spurningamerki, þegar komið er inn í deildina, hversu vel nýju leikmennirnir falla inn í liðið og heildina hjá þeim.

Gaman að fylgjast með:
Það verður kannski rosalega spennandi að fylgjast með Hólmari Erni, ef hann verður ekki farinn út. Það er ekkert skrítið að mörg lið séu á eftir honum því hann er gríðarlegt efni en vonandi fáum að sjá hann klára þetta tímabil á Íslandi.

Lykilmaður:
Lykilmaður hjá þeim er og hefur verið undanfarin ár Gunnleifur Gunnleifsson.


Þjálfarinn:
Gunnar Guðmundsson þjálfar HK nú fimmta árið í röð en undir hans stjórn tókst liðinu að halda sæti sínu í Landsbankadeildinni á síðustu leiktíð. 

Hann hefur starfað við þjálfun frá árinu 1993 en tók við sýnu fyrsta meistaraflokksliði árið 1999 er hann tók við Leikni á Fáskrúðsfirði og stýrði þeim í tvö ár, 1999 og 2001. Árið 2002 tók hann við Leiftri/Dalvík en fór svo til HK árið 2004 og hefur verið þar síðan.

Sem leikmaður hóf hann feril sinn hjá ÍK sem var forveri HK og síðar eitt tímabil með HK. Hann hefur leikið með Val og Víking í efstu deild og hefur einnig leikið með Leikni Fáskrúðsfirði og lék með Stjörnunni í efstu deild árið 2000. Lék svo með Leiftri/Dalvík og aftur með Stjörnunni í 1. deild 2003 og eftir það lék hann aðeins tvo leiki með HK í deildabikarnum 2004..  
 
Líklegt byrjunarlið HK í upphafi móts:



Völlurinn:
HK leikur heimaleiki sína á Kópavogsvelli eins og nágrannar þeirra í Breiðablik. Völlinn umlykur hlaupabraut og við hlið hennar er lítil stúka sem tekur 369 áhorfendur.  Gengt stúkunni opnaði í fyrrasumar glæsileg stúka sem nú hefur verið yfirbyggð. Önnur áhorfendaaðstaða í kringum völlinn er grasbrekka.
.

Stuðningsmenn:
Meðal þekktra stuðningsmanna HK eru Víðir Sigurðsson blaðamaður á Morgunblaðinu, Ómar Stefánsson forseti bæjarstjórnar í Kópvogi, Helgi Kolviðsson fyrrverandi landsliðsmaður Íslands, Rúrik Gíslason leikmaður Charlton, Sigurjón Kjartansson grínari og rokkari, Katrín Júlíusdóttir alþingismaður. Auk þess eiga Eyjólfur Sverrisson fyrrverandi landsliðsþjálfari, Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði og Stefán Hilmarsson börn sem æfa með HK. 

 


Spáin
nr. Lið Stig
1
-
-
2
-
-
3
-
-
4
-
-
5
-
-
6
-
-
7
-
-
8
-
-
9
HK
50
10
49
11 Fjölnir 48
12 Grindavík 24


Um félagið

Handknattleiksfélag Kópavogs
Stofnað 1970.

Titlar:
C-deildarmeistari 1997 og 2002.
D-deildarmeistari 1992 og 2001.

Búningar:
Hummel

Aðalbúningur:
Peysa: Hvít / Buxur: Rauðar / Sokkar: Hvítir

Varabúningur:
Peysa: gul  Buxur: gular  Sokkar: gulir

Opinber vefsíða:
HK.is



Komnir og farnir
Nýjir frá síðasta sumri:
Goran Brajkovic frá Slóveníu
Mitja Brulc frá Slóveníu
Iddi Alkhag frá Danmörku
Ögmundur Ólafsson frá Stjörnunni
Farnir frá síðasta sumri:
Rúnar Páll Sigmundsson, hættur
Jón Þorgrímur Stefánsson í Fram
Ingi Þór Þorsteinsson í Fjarðabyggð
Oliver Jaeger, óvíst hvert hann fer
Eyþór Guðnason í Víking Ólafsvík
Beitir Ólafsson hættur
Davíð Magnússon, hættur
Ólafur V. Júlíusson í Ými
Komnir til baka úr láni:
Atli Valsson úr Ými
Guðjón Þór Ólafsson úr KS
Hörður Magnússon úr Völsungi
Ingi Þór Þorsteinsson úr Fjarðabyggð
Sigurður Víðisson úr Víkingi Ólafsvík
Stefán Tandri Halldórsson úr Ými 

Leikmenn HK
nr. Nafn Staða
1. Gunnleifur Gunnleifsson Markvörður
2. Þorlákur H. Hilmarsson Miðjumaður
3. Finnur Ólafsson Miðjumaður
4. Jóhann Björnsson Varnarmaður
5. Ásgrímur Albertsson Varnarmaður
8. Stefán J. Eggertsson Varnarmaður
9. Þórður Birgisson Framherji
10. Goran Brajkovic Miðjumaður
11. Hörður Már Magnússon Miðjumaður
12. Ögmundur Ólafsson Markvörður
13. Iddi Alkhag Framherji
14. Hörður Árnason Varnarmaður
15. Rúnar Már Sigurjónsson Miðjumaður
16. Atli Valsson Varnarmaður
17. Bjarki Már Sigvaldason Miðjumaður
18. Kristján Ari Halldórsson Miðjumaður
19. Hermann Geir Þórsson Varnarmaður
20. Hörður Magnússon Framherji
21. Finnbogi Llorens Varnarmaður
22. Eyþór Helgi Birgisson Framherji
23. Hafsteinn Briem Miðjumaður
24. Hólmar Örn Eyjólfsson Varnarmaður
25. Mitja Brulc Miðjumaður
26. Aaron Palomares Miðjumaður
27. Damir Muminovic Varnarmaður
28. Calum Þór Bett Miðjumaður
29. Almir Cosic Miðjumaður
30. Stefán Tandri Halldórss. Markvörður

Leikir HK
Dags: Tími Leikur
10. maí 14:00 HK - FH
15. maí 19:15 Fram - HK
19. maí 19:15 HK - Keflavík
25. maí 19:15 Fylkir - HK
2. júní 19:15 HK - Valur
8. júní 14:00 HK - ÍA
15. júní 16:00 Þróttur - HK
23. júní 19:15 HK - KR
29. júní 16:00 Grindavík - HK
7. júlí 19:15 HK - Fjölnir
14. júlí 19:15 Breiðablik - HK
20. júlí 19:15 FH - HK
28. júlí 19:15 HK - Fram
6. ágúst 19:15 Keflavík - HK
11. ágúst 19:15 HK - Fylki
17. ágúst 19:15 Valur -HK
24. ágúst 18:00 ÍA - HK
31. ágúst 20:00 HK - Þróttur
13. sept 16:00 KR - HK
18. sept 17:15 HK - Grindavík
21. sept 16:00 Fjölnir - HK
27. sept 14:00 HK - Breiðablik

Athugasemdir
banner