Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
banner
   fim 26. júní 2008 09:00
Bjarni Hákonarson
Enska landsliðið: Byltingu eftir EM takk
Pistill eftir breskan blaðamann
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Allt síðast liðið ár hefur mörgum verið tíðrætt um þann “skandal” að enska landsliðið sé ekki með í úrslitakeppni EM2008. Það hafi bara verið óheppni, dómurum, þjálfaranum eða einhverju öðru um að kenna. Fáir hafa hins vegar nýtt tækifærið og skyggnst á bak við tjöldin, dýpra til að reyna að sjá hvað í raun og veru gæti hafa orsakað þetta fall landsliðsins.

Enska úrvalsdeildin er óumdeilt eins sterkasta deild í heimi. Þar leika margir bestu leikmenn heims sem flestir eiga það sameiginlegt að vera erlendir.

Forráðamenn enska knattsyrnusambandsins hafa nokkrir lýst áhyggjum sínum um getu leikmanna, tækni, leikskilning og fleira, um slaka árganga leikmanna, og ýmislegt annað í uppeldi leikmanna sem ekki skilar fleiri betri leikmönnum en staðreyndin er.

Framkvæmdastjórar enskra liða hafa lengi talað um að enskir leikmenn væru einfaldlega of dýrir miðað við gæði. Margir hafa hæfileika, en það eitt er ekki nóg. Vissulega eru til einstaka heimsklassa enskir leikmenn, en þeir eru bara ekki svona margir eins og menn vilja vera láta.

Fjölmiðlafárið í kringum einstaka leikmenn keyrir um þverbak og gefur oft á tíðum ekki rétta mynd af getu þeirra né enska landsliðsins.

Nokkrir blaðamenn hafa reglulega skrifað greinar um enska landsliðið og horft á það öðrum augum en um margt þekkist almennt. Einn þeirra er John Nicholson sem reglulega skrifar skoðanir sínar á football365. Þessa vikuna skrifar hann um enska landsliðið og hnignun þess sem liðs.

Við leyfðum okkur að þýða greinina lesendum til fróðleiks, en annars er linkurinn hér

Og þeir eru fleiri sem hafa þá skoðun að enska landsliðið hafi ekki sýnt það sem lið að það eigi erindi á stórmót. Á morgun birtum við grein eftir John Doyle um sama efni en hann skrifar í dagblað í Kanada.
Enska landsliðið - Byltingu eftir EM 2008 takk

OK, þú heldur með Englandi og þú hefur verið að horfa á EM 2008. En hefur þú gert það sem ég hef verið að gera? Nei, ekki þetta með flauelsvettlingunum og barnaolíunni. Ég meina þetta að þegar þú situr við sjónvarpið eftir hvern leik og segir; “Guð minn góður, England hefði aldrei unnið þessi lið, hvorugt þeirra.”

Ég hef gert það. Eftir hvern einasta leik.

Að horfa á EM 2008 ætti að hafa opnað augu allra þeirra sem halda með Englandi og eru ekki enn sannfærðir um meðalmennsku landsliðsins. Ég minnist ekki þess tíma þegar enska landsliðið hefur verið svona langt á eftir öðrum landsliðum Evrópu í getu og standard.

Ef einhver hefur haldið að ástæða þess að England hafi ekki komist upp úr riðlinum í undankeppni EM hafi bara verið óheppni, eða bara vegna þess hve Steve McClaren var lélegur, þá eiga síðustu þrjár vikur að hafa sannfært menn um að leikgeta og standard Englands eiga langt í land annarra Evrópuþjóða.

Lið eftir lið hefur leikið þannig fljótandi yfirvegaðan fótbolta sem England hefur ekki getað gert í mörg ár, og lið eftir lið hefur sýnt þannig kjark, töggur og þrautsegju sem Englandi hefur verið fyrirmunað svo árum skiptir. Meira að segja í leikjum sem hafa verið aðeins leiðinlegir, eins og Ítalía-Spánn, þar sem ítalska vörnin var frábærlega erfið og ákveðin, líka þegar ítalirnir höfðu yfirhöndina í leiknum. Það er ekki hægt að ímynda sér England verjast þannig eða nokkuð í líkingu við það. Lið eins og Rússland og Tyrkland virðast líka vera í miklu betra líkamlegu formi en England er nokkurn tímann í á svona mótum.

Meðan fjarvera Englands hefur leyft okkur að njóta mótsins án spennu og togstreitu, þá hefur það einnig gefið okkur tækifæri til að meta betur óhlutdrægt og af meiri nákvæmni, form og getu annarra þjóða, án þess að stolt, falskt sjálfstraust, eða bitur kaldhæðni blindi okkur sýn.

Og það ætti að vera reynsla eins og láta renna af sér, fyrir alla þá sem, bæði innan og utan enska fótboltans, og á meðan enska úrvalsdeildin er í gangi, pumpa stanslaust upp bestu ensku leikmennina sem heimsklassa leikmenn.

Það er núna ljóst að með stjörnum Evrópu spilar fullt af öðrum nafnlausum, tillölulega óþekktum leikmönnum eins og Yuri Zhirkov frá CSKA Moskvu. Engar ýkjur, ekkert orðagjálfur, ekkert skrúðmælgi, ekkert óþolandi egó, bara topp gæða leikmaður að vinna vinnuna sína. England á fáa sem gætu mælst í þeim standard, í hvaða þætti fótboltans sem er.

Gæti verið, eftir að hafa fengið tækifæri til að horfa á bestu leikmenn Evrópu þennan mánuðinn, að bæði stuðningsmenn Englands og fjölmiðlar hætti að ofmeta svokallaða stjörnuleikmenn Englands?

Það væri alla vega heilbrigt ef það væri hægt.

Á meðan ég tel að reglulegir lesendur svona greina á netinu séu betur að sér um fótbolta en flestir, og minna afvegaleiddir um getu Englands en flestir, þá erum við því miður ekki í meirihluta. Meirihlutinn kaupir enn ýkjurnar, orðagjálfrið og skrúðmælgina um enska leikmenn. Meirihlutinn telur enn að allt sem þurfi séu “heimsklassa leikmenn Englands” og ögn af auka ástríðu, sem eina uppskriftin til að England vinni eitthvað. Það verður ekki langt liðið af nýju keppnistímabili þegar fólk verður farið að segja; “England ætti að vera að vinna” skömmu áður en þeir tapa eða gera enn eitt hræðilegt jafnteflið. Sumu fólki er ómögulegt að sætta við staðreyndina um að enska landsliðið er á góðum degi, miðlungs og takmarkað landslið.

Það hefur aldrei verið eins áberandi að bestu ensku leikmennirnir líta út annars flokks í samanburðinum, grófar eftirlíkingar af heimsklassa leikmönnum sem hafa verið svo margir til sýnis í þessum mánuði. Lið eins og Holland og Portúgal og Króatía, sem eru farin heim, hafa í raun öll spilað frábæra leiki, frábæran fótbolta, og hafa algerlega hrifið okkur. Enska landsliðinu er fyrirmunað að gera það.

Það er kaldhæðnislegt að hæfileikamikið lið Frakklands lék mjög líkt og England; áhugalaust, meira hugsandi um eigin orðstír en samheldni og samvinnu, var illa þjálfað, illa stjórnað og illa mótiverað. En saga Frakkalands sýnir þó að þeir vinna eitthvað af og til.

Fólk utan Englands hefur ekki sama mikla álitið á enskum landsliðsmönnum eins og stuðningsmennirnir og fjölmiðlarnir hafa. Það veit að England spilar í raun ekki undir getu, heldur að það sem þeir sýna yfirleitt, er raunverulega hversu góðir þeir eru, eða kannski frekar hversu lélegir þeir eru í raun og veru.

Ég bý ekki í Englandi, en ég get fullyrt að t.d. Skotar vita þetta vel. Þeir sjá og skilja hversu ofmetnir enskir leikmenn eru og sjá líka hve raunsæisfirrtir enskir stuðningsmenn eru um ágæti enska landsliðsins. Það snýst alls ekki um gamlan fótboltalegan ríg þessarra þjóða, erkióvinanna. Ég held að um alla Evrópu fari sagan um fall Englands með drynjandi röddu. Sjáið Slaven Bilic, hann veit þetta. Kannski eru þeir einu sem ekki vilja taka sannleikanum þeir, sem treysta því að geta áfram haft atvinnu af því að velta ensku leikmönnunum upp úr skítnum.

Á meðan það hefur verið frábær skemmtun að horfa á fótboltaveisluna EM 2008, hefur það komið betur og betur í ljós hversu langt England hefur dregist aftur úr öðrum Evrópuþjóðum, t.d. bara síðustu tvö árin eða svo, skilgreint í gæðum einstakra leikmanna, og einnig og kannski meira áríðandi í samvinnu og samtakamætti liðsins.

Við verðum að treysta því að þetta sé Fabio Capello ljóst og að hann fari í ljósi niðurstöðunnar að velja lið sem fyrst og fremst getur unnið saman, og hætti að velja lið með sömu hálauna, athyglisvænu einstaklingunum, sem hafa aftur og aftur sýnt sig vera óhæfa sem lið. England þarf eitthvað sem er nær umbyltingu en þróun.

Ef England hefði komist upp úr riðlinum í undankeppninni og komist á EM 2008, er mjög líklegt að liðið hefði ekki staðið sig vel. Ekki er erfitt að ímynda sér að England hefði tapað öllum þremur leikjunum í riðlinum eins og gerðist 1988. Og mjög líklegt er að Steve McClaren væri enn þjálfari.

En það er von. Tveimur árum eftir áfallið 1988 komst England í undanúrslit á HM 1990. Mikilvægt er að muna að 50%, helmingi liðsins frá 1988 hafði verið skipt út fyrir 1990. Það er þörf á svipaðri lagerhreinsun ef England á svo mikið að komast upp úr riðlinum í forkeppninni og á HM eftir tvö ár.

Ég treysti því að Capello, sem utanaðkomandi aðili með enga hagsmuni af því að ýta undir egoflipp leikmanna, sjái þetta kristaltært, því ef hann gerir það ekki þá munum við njóta HM 2010 án Englands.
Athugasemdir
banner
banner