Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fös 07. maí 2010 18:19
Hafliði Breiðfjörð
Hákon Andri og Kristinn Steinar í Hamar á láni (Staðfest)
Hákon Andri í leik með Hamar í fyrra.
Hákon Andri í leik með Hamar í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hamar hefur fengið varnarmennina Hákon Andra Víkingsson og Kristinn Steinar Kristinsson á láni frá Þrótti.

Báðir leikmennirnir verða 21 árs á þessu ári en þeir ættu að geta leikið sinn fyrsta leik með Hamar gegn Ými í VISA-bikarnum á morgun.

Hákon Andri þekkir til í Hveragerði því hann var einnig á láni hjá Hamar í fyrra þar sem hann lék þrettán leik í annarri deildinni.

Kristinn Steinar var í leikmannahópi Þróttar í Pepsi-deildinni í fyrra þar sem hann kom við sögu í tveimur leikjum.
banner