Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. júlí 2010 12:29
Hannes Daði Haraldsson
Heimild: Team talk 
Aquilani heill fyrir tímabilið
Mynd: Getty Images
Alberto Aquilani, miðjumaður Liverpool, hefur náð sér að fullu af öklameiðlum sem eyðilögðu síðasta tímabil hans, sem var hans fyrsta hjá Liverpool.

Meiðslin hafa fylgt Aquilani frá því hann spilaði hjá Roma og þurfti hann að bíða lengi eftir fyrsta leik sínum með Liverpool og náði aldrei að eigna sér sæti í byrjunarliðinu.

Nýr aðallæknir Liverpool Peter Burkner setti Aquilani í nýtt æfingarplan og hefur það þegar skilað árangri.

,,Aquilani hefur náð sér 100% af öklameiðslunum sem angruðu hann á síðasta tímabili." sagði Burkner

,,Hann hefur verið að æfa og lítur vel út. Hann mun þó halda áfram á sérstöku æfingarplani til að hindra meiðsli."

,,Ég er viss um að við sjáum nýja hlið á Aquilani í ár þar sem síðasta tímabil var mjög svekkjandi fyrir hann þar sem hann var mikið meiddur."

banner
banner