Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 06. október 2011 13:00
Benedikt Bóas Hinriksson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Kamerumenn í kúknum
Benedikt Bóas Hinriksson
Benedikt Bóas Hinriksson
Góð einkunn. Henry Birgir var greinilega í stuði á FH vellinum 29. maí 2003. Gaf mér einn í einkunn. Takk.
Góð einkunn. Henry Birgir var greinilega í stuði á FH vellinum 29. maí 2003. Gaf mér einn í einkunn. Takk.
Mynd: DV
Athygli kamerumanna er stundum ekki á leiknum.
Athygli kamerumanna er stundum ekki á leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Fimmtudaginn 29. maí 2003 fékk ég gríðarlega óverðskuldað rautt spjald í leik með Val gegn FH. Stórvinur minn Henry Birgir, blaðamaður DV á þessum tíma, skrifaði um leikinn og segir að þetta hafi alltaf verið rautt. Ég segi hið gagnstæða.

Ástæðan fyrir því að þessi deila verður aldrei kláruð er meðal annars sú að myndatakan árið 2003 var ekki upp á marga fiska. Það er ekki til á myndbandi þegar ég á að hafa straujað Allan Borgvardt. Ástæðan: Maðurinn á vélinni var bara ekki að fylgjast með.

En nota bene. Þetta var árið 2003 og umfjöllun sjónvarpsstöðvanna ekki nærri því eins mikil og hún er í dag. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað sé að frétta hjá mönnunum á bak við myndavélarnar? Það eru ekki margir myndatökumenn sem hafa beint slegið í gegn undanfarin sumur.

Ég man eftir frábærri myndatöku einu sinni á Laugardalsvellinum í sumar.
Minnir að það hafi verið Fram - Valur. Þá hafði einhver hugsað með sér: „Hey hvernig ætli sé að mynda niðri úr stúkunni?" - Það tókst frábærlega.

En alltof oft höfum við sófastuðningsmenn fótboltans kvartað undan lélegri myndatöku. Nú síðast í Grindavík þar sem maður hreinlega setur spurningarmerki við hvort maðurinn á bak við vélina hafi verið allsgáður?

Mark sem virkaði snoturt en það var bara sýndur 1/6 af aðdragandanum og varla markið sjálft. Hvernig ætli sé að skora mark í efstu deild og það sé bara ekki til á teipi - því kamerumaðurinn var sofandi eða einfaldlega vanhæfur?

Ég ætla samt ekki bara að skella skuldinni á kamerumennina. Yfirmennirnir og umsjónamenn þáttanna verða að taka einhverja ábyrgð. Þetta eru þeirra þættir og þeir bera ábyrgðina. Skamm á þá.

Það er árið 2011 og allir eru að reyna verða betri en tímabilið á undan.

Plís, kæru sjónvarpsmenn. Nenniði að leiðbeina kamerumönnunum ykkar? Segja þeim hvernig eigi að taka upp fótboltaleiki. Mig grunar nefnilega að þeir sem taki upp leikina fái ekki þá kennslu sem þeir þurfa. Þess vegna hjakka þeir í sama farinu.

Við sófastuðningsmenn erum orðnir pínu þreyttir á þessu!
banner
banner
banner
banner