Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   þri 18. október 2011 09:00
Björn Daníel Sverrisson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Bara fagmenn í FH
Sumarið gert upp - Björn Daníel Sverrisson (FH)
Björn Daníel Sverrisson
Björn Daníel Sverrisson
,,Einn besti knattspyrnumaður síðari ára á Íslandi, Tommy Nielsen er hættur í knattspyrnu þótt fái trúi því ennþá. Ég hélt að hann myndi aldrei hætta. Maðurinn er náttúrulega vaxinn eins og vél. Hann stæltari en 95% af liðinu sem er ekki erfitt en maðurinn er samt 39 ára Nema kannski Járnkarlinn frá Ísafirði er stæltari en hann.
,,Einn besti knattspyrnumaður síðari ára á Íslandi, Tommy Nielsen er hættur í knattspyrnu þótt fái trúi því ennþá. Ég hélt að hann myndi aldrei hætta. Maðurinn er náttúrulega vaxinn eins og vél. Hann stæltari en 95% af liðinu sem er ekki erfitt en maðurinn er samt 39 ára Nema kannski Járnkarlinn frá Ísafirði er stæltari en hann."
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Undanfarna daga hafa leikmenn liða í Pepsi-deildinni gert upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að næstsíðasta pistlinum en það er Björn Daníel Sverrisson leikmaður FH sem kemur með hann.Það voru háleit markmiðin í Kaplakrikanum þegar sumarið skall á. Það voru fengnir sterkir leikmenn til okkar. Hannes kom aftur heim frá Svíþjóð. Hólmar Örn kom úr Sunny Kef ásamt Alen Sutej sem hlaut verðlaunin leikmaður ársins á lokahófinu hjá FH. Emil Páls kom frá Ibizafirði þó svo að gull og grænir skógar seú í boði fyrir vestan. En því miður var enginn leikmaður frá Noregi fenginn til FH. Menn voru orðnir vanir því að hafa einn Norsara. En ég meina svona er boltinn.

Undirbúningstímabilið var kannski ekki uppá marga fiska miðað við síðustu ár. Sjöunda sæti í hinu merka og mikilvæga Fótbolti.Net-móti. Tap í undanúrslitum á móti Val í Lengjubikarnum. Samt sem áður náðum við að vinna einn titil í ár og það var m-in tvö. Eitthvað sem maður fékk ekkert alltof mikið af í sumar hjá Morgunblaðinu. Maður hélt að vinna Blikana í þeim myndi gefa góð fyrirheit fyrir sumrinu. En annað kom á daginn.

Fyrri umferðin hjá okkur var alveg hrikalega slök og byrjaði hún á 1-0 tapi á Hlíðarenda þar sem undirritaður tekur ábygðina á því tapi. 4-1 sigur á móti Blikum í næsta leik og þá héldu menn að FH liðið væri komið á skrið. Síðan komu bara vonbrigði ofan á vonbrigði það sem eftir lifði í fyrstu ellefu leikjunum.

Við vorum öflugir í seinni umferðinni og líklegast einn af skemmtilegri sigrunum í sumar kom einmitt í fyrsta leik seinni umferðarinnar á móti Val. Þá vorum við 2-1 undir og misstum mann af velli. Kom á óvart að það hafi verið Pétur Viðarsson. Hann fær aldrei rautt. Unnum síðan leikinn 3-2 með skallamarki frá ATLA GUÐNA. Gaurinn er góður i fótbolta en það en ég meina þú lætur ekki mann sem er rétt yfir dvergamörkum skora með skalla inn í markteig. Það er bara fact. Ég var samt ánægður sem og fleiri í liðinu. Eftir þennan leik gekk allt upp . Sigrðuðum leik eftir leik og vorum alltaf að nálgast KR og ÍBV þangað til að það kom að „Skrípaleikurinn á Stjörnuvelli“ Sem er víst ný barnabók þarna í Garðabænum sem er uppseld.

Annað sæti í deildinni varð síðan niðurstaða. Vonbrigði en fínt að klára það eins og staðan var orðin á tímabili. Bikarkeppnin var stutt hjá okkur. Enda erum við ekkert mikið í því að fá Sindra eða Hauka í 32 liða úrslitum. Þýðir ekkert að væla yfir því.

Sumarið er alltaf skemmtilegt en það eru æfingaferðirnar líka og það er oft sem innri maður fólks kemur í ljós í svona ferðum. Þegar menn eru saman allan daginn, verða vinir, tala um ástina, játa hina og þessa hluti. Ég lærði mikið um marga menn í þessari ferð en ekkert neikvætt eiginlega. Enda eru bara fagmenn í FH. Karókíkeppnin var eins og flest önnur ár og það kom kannski ekkert á óvart að atvinnusöngvarinn Jon Jonsson hafi unnið hana. Svo voru aðrir sem kannski stóðu sig ekki jafnvel. Annars bara flott ferð í alla staði. Montechoro klikkar ekki.

Í Evrópukeppninni mættum við óliugreiddu liði frá Portúgal sem heitir Nacional frá eyjunni Madeira þar sem sjálfur CR7 fæddist á. Við vorum grátlega nærri því að komast áfram þótt ég segi sjálfur frá og spiluðum tvo mjög góða leiki á móti þeim. Ef Atli Guðna hefði klárað eitt mesta dauðafæri tímabilsins í stöðunni 0-0 værum við kannski ekki á leiðinni í hefðbundna undirbúningstímabílið í janúar. Hver veit?

Þrátt fyrir titlalaust tímabil í Krikanum var þetta sumar eins og öll sumur hjá FH yndislegt enda bara fagaðilar alls staðar þar sem litið er í kring. Núna hefur verið tilkynnt að Jörundur Áki verður ekki áfram og vil ég nota þennan pistil til að kveðja þann snilling. Hann átti stóran þátt í þremur síðustu titlum sem FH vann og stóð sig alveg stórkostlega sem aðstoðarþjálffari. Þá verður Lauga Bald, manninum sem afhenti mér Fannarsbikarinn árið 1997, boðið velkominn heim með tilteknum hætti þegar að því kemur.

Einn besti knattspyrnumaður síðari ára á Íslandi, Tommy Nielsen er hættur í knattspyrnu þótt fái trúi því ennþá. Ég hélt að hann myndi aldrei hætta. Maðurinn er náttúrulega vaxinn eins og vél. Hann stæltari en 95% af liðinu sem er ekki erfitt en maðurinn er samt 39 ára Nema kannski Járnkarlinn frá Ísafirði er stæltari en hann. Hans verður sárt saknað og en ef ég þekki hann rétt verður hann hangandi þarna upp í Kaplakrika að skipta sér af hlutum sem koma honum bara ekkert við.

Síðan vil ég nota tækifærið til að óska KR til hamingju með Íslands- og bikarmeistartitilinn. Val til hamingju með deildarbikarinn. Þór og ÍBV til hamingju með evrópusætið. Öllum liðunum sem náðu að halda sér uppi, til hamingju. Og Ásgeir Ingólfs með nýja samninginn hjá Besiktas.

Takk fyrir skemmtilegt sumar og megi það næsta vera ennþá betra (sérstaklega fyrir FH)

FH kveðja
BD9

Sjá einnig:
Guðmundur Þórarinsson (ÍBV) - FM hnakkinn frá Selfossi á ekki roð í Tryggva Guðmunds
Jóhann Laxdal (Stjarnan) - Nú er mómentið
Sigurbjörn Hreiðarsson (Valur) - Afmælisgjöfin kemur síðar
Sigmar Ingi Sigurðarson (Breiðablik) - Mætti með jólaseríu í staðinn fyrir takkaskó á æfingu
Kristján Valdimarsson (Fylkir) - Þið eruð bara helvítis kæglar
Magnús Þórir Matthíasson (Keflavík) - Við ákváðum að prófa fallbaráttuna
Tómas Leifsson (Fram) - Með leikmann sem er með sveinspróf í fallbaráttu
Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Grindavík) - Mjög erfitt að skilja þessa Skota
Sveinn Elías Jónsson (Þór) - Móralski dagurinn fór aðeins úr böndunum
Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) - Þetta átti sko að vera 2114, ekki 2014
banner
banner
banner